Gary sem stal jólunum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 09:30 Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. „Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
„Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira