Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 18:59 Landsmenn mega ekki kaupa sér bjór í dag, eða aðra daga sem flokkast sem helgidagar þjóðkirkjunnar, eða sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Rúv greinir frá og hefur eftir heimildum að netáfengisverlsanirnar Nýja vínbúðin og Smáríkið séu á meðal þeirra sem lögregla hafi skipt sér af. Í áfengislögum er kveðið á um að óheimilt sé að afhenda áfengi á „helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.“ Meðal lögboðinna helgidaga eru 24. desember frá kl. 13, 25., 26. og 31. desember frá klukkan 13. Haft er eftir Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rekstraraðilar hafi brugðist vel við og orðið við tilmælum um að loka. Töluverð aukning hefur orðið á netverslun Íslendinga með áfengi, sem er á sama tíma afar umdeild. Nýr ráðherra Flokks fólksins telur til að mynda að netverslun sé skýrt brot á áfengislöggjöf. Þá hefur fráfarandi dómsmálaráðherra kynnt drög að frumvarpi sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi. Eigandi slíkrar verslunar telur að gengið sé langt í drögunum til að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“ Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Lögreglumál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir „Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. 6. október 2024 17:16 Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi 12. september 2024 14:13 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Rúv greinir frá og hefur eftir heimildum að netáfengisverlsanirnar Nýja vínbúðin og Smáríkið séu á meðal þeirra sem lögregla hafi skipt sér af. Í áfengislögum er kveðið á um að óheimilt sé að afhenda áfengi á „helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst.“ Meðal lögboðinna helgidaga eru 24. desember frá kl. 13, 25., 26. og 31. desember frá klukkan 13. Haft er eftir Ásmundi Rúnari Gylfasyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að rekstraraðilar hafi brugðist vel við og orðið við tilmælum um að loka. Töluverð aukning hefur orðið á netverslun Íslendinga með áfengi, sem er á sama tíma afar umdeild. Nýr ráðherra Flokks fólksins telur til að mynda að netverslun sé skýrt brot á áfengislöggjöf. Þá hefur fráfarandi dómsmálaráðherra kynnt drög að frumvarpi sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi. Eigandi slíkrar verslunar telur að gengið sé langt í drögunum til að þóknast „hugarburði þeirra sem aðhyllast ríkisforsjárhyggju“
Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Lögreglumál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir „Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. 6. október 2024 17:16 Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi 12. september 2024 14:13 Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
„Þetta er ekki endanlegt frumvarp“ Dómsmálaráðherra fagnar því að umræða um drög hennar að breytingu á áfengislögum, sem myndi leyfa innlenda netverslun með áfengi, sé á þá leið að starfsemin verði frjálsari. Hún muni taka umsagnir og athugasemdir til greina áður en málið rati á borð ríkisstjórnar. 6. október 2024 17:16
Vefsíðan hrundi innan tuttugu mínútna Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi 12. september 2024 14:13