Alls kyns jól um allan heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 25. desember 2024 20:03 Fjölbreytileg yfirferð á jólum um allan heim í kvöldfréttum. vísir Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag. Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“ Jól Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Jólahefðirnar eru jafn misjafnar og fólkið er margt. Hópur fólks í Berlín byrjaði daginn til dæmis á að synda í Oranke vatni áður en hann hélt af stað í sálmasöng. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var komið víða við á í yfirferð um jólahöld. Hátíðarhöldin voru á svipuðum nótum í Sydney í Ástralíu, þar sem mikill fjöldi skemmti sér á ströndinni í sumarsólinni, á meðan aðrir héldu hefðbundnari jól í kirkjum borgarinnar. Fyrsta jólamessan í fimm ár var haldin í frúarkirkjunni í París og kristnir í Írak héldu upp á daginn, þrátt fyrir mikinn ótta og óörugga framtíð í landinu. „Við erum hluti af Írak. En við munum yfirgefa landið ef tækifærði gefst vegna þess að ástandið hér er óstöðugt. Okkur líður eins og þeir gætu kippt undan okkur fótunum hvenær sem er. Framtíð okkar er óviss hér,“ er haft eftir Bayda Nadhim íbúa í Teleskaf. Minnihlutahópar kristinna í Pakistan héldu upp á sín jól sem og í Sýrlandi, þar sem eru miklir umbrotatímar. Samfélag kristinna stækkar ört í Peking og var jólamessan í dómkirkju borgarinnar þétt setin. Sem fyrr var hátíðlega jólamessa í Betlehem - heimafólk og aðkomumenn saman komnir til að fagna fæðingu frelsarans. Aðfangadagur var fyrsti dagur fagnaðarárs kaþólikka og voru helgar dyr Péturskirkju í Vatíkaninu opnaðar almenningi en þær eru venjulega lokaðar aðkomufólki. „Maður fyllist auðmýkt við að ganga í gegnum dyrnar að það verður að eins konar losunað þegar þú ferð í gegn er það eins og útrás, þetta er tilfinningalosun“ segir Blanca Martin pílagrími frá Bandaríkjunum, sem heimsótti Péturskirkjuna í dag. Páfinn kallaði eftir friði í Úkraínu og Súdan, og lýsti áhyggjum af stöðunni í Mið-Austurlöndum, í predikun sinni í dag. „Megi ómur hernaðar þagna í Mið-Austurlöndum. Þegar ég hugsa um jötuna í Betlehem, veðrur mér hugsað til kristinna samfélaga í Ísrael og Palestínu, sérstaklega Gasa, þar sem mannúðarástandið er grafalvarlegt,“
Jól Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira