Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2024 18:01 Englandsmeistarar Manchester City hafa aðeins unnið einn af síðustu tólf leikjum sínum í öllum keppnum. James Gill - Danehouse/Getty Images Einu sinni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur það gerst að liðið sem situr í sjöunda sæti deildarinnar yfir jólahátíðina hefur fallið úr deild þeirra bestu. Englandsmeistarar Manchester City sitja í sjöunda sæti þessi jólin. Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Í gær, aðfangadag, var farið yfir það hér á Vísi hversu oft það hefur gerst að liðið sem vermir toppsætið yfir jólin haldi dampi og vinni deildina. Þá var greint frá því að Liverpool sæti í toppsæti deildarinnar í sjöunda sinn yfir jólahátíðina, en hvað segir sagan okkur að verði um liðin sem sitja í fallsæti þegar hátíð ljóss og friðar gengur í garð? Heimasíða ensku úrvalsdeildarinnar heldur vel utan um alla tölfræði í kringum deildina og þar er ekki undanskilin tölfræðin yfir það hvaða lið falla og hvaða lið verða Englandsmeistarar miðað við stöðu þeirra í deildinni á jóladag. Eins og staðan er þessi jólin sitja Wolves, Ipswich og Southampton í fallsætunum þremur, en liðin þurfa þó ekki að örvænta alveg strax ef marka má tölfræði síðustu ára. Aðeins þrisvar hefur það komið fyrir að öll þrjú liðin sem sitja í fallsæti yfir jólin hafi fallið. Árið 2002 féllu Derby, Leicester og Ipswich eftir að hafa verið í fallsæti á þessum tíma árs, 2013 féllu Wigan, QPR og Reading og 2021 féllu Fulham, WBA og Sheffield United. Liðsmenn Southampton, sem sitja á botni deildarinnar með aðeins sex stig eftir 17 umferðir, gætu þó þurft að hafa meiri áhyggjur en aðrir. Aðeins fjórum sinnum hefur það gerst að liðið sem er á botninum yfir jólahátíðina hefur haldið sér uppi. Það gerðist tímabilin 2004-2005 (WBA), 2013-2014 (Sunderland), 2014-2015 (Leicester) og 2022-2023 (Wolves). Southampton er í veseni.Catherine Ivill - AMA/Getty Images Þá hefur það tvisvar gerst í sögu ensku úrvalsdeildarinnar að lið sem situr í efri hluta töflunnar um jólin hefur fallið. Tímabilið 2010-2011 féll Blackpool eftir að hafa verið í tíunda sæti um jólin og meira að segja hefur lið sem sat í sjöunda sæti um jólin, sætinu sem Englandsmeistarar Manchester City sitja í núna, fallið þegar Norwich náði því vafasama afreki 1994-1995.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira