Innlent

Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrir­vara

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Óvissustig tekur gildi um vegi um allt land eftir því sem líður á kvöldið og óveðrið nálgast.
Óvissustig tekur gildi um vegi um allt land eftir því sem líður á kvöldið og óveðrið nálgast. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á vegum víða um landið vegna veðurs. Varað er við því að vegir gætu lokast með litlum fyrirvara.

Meðal þeirra vega sem lýst hefur verið yfir óvissustigi á eru vegirnir um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði. Þar hefur verið óvissustig frá klukkan tvö í dag.

Vegurinn um Vatnaleið hefur verið á óvissustigi frá því klukkan þrjú í dag og óvissustig verður á vegum á norðanverðu Snæfellsnesi frá klukkan fjögur og í Svínadal frá klukkan sjö.

Á Vestfjörðum verða vegir víða á óvissustigi frá og með klukkan sex í kvöld og á Norðurlandi klukkan níu í kvöld.

Fylgjast má með nýjustu upplýsingum um færð á umferðin.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×