„Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. desember 2024 16:00 Ríkissaksóknari segir að vinnuframlags Helga sé ekki óskað. Dómsmálaráðherra hafnaði beiðni hennar um að leysa hann frá störfum í september síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sneri aftur til starfa á föstudag í fyrsta skipti frá í júní, en fékk engin verkefni til að sinna og hefur ekki aðgang að tölvukerfi embættisins. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari sendi honum skilaboð fyrir viku þar sem fram kom að hans vinnuframlags væri ekki óskað. Helgi fær ekki séð að ríkissaksóknari hafi lagalega forsendu fyrir þessari ákvörðun. Í júlí lagði ríkissaksóknari til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann hafði látið falla um innflytjendur. Þá sagði hún að háttsemi hans næði aftur til ársins 2017, og sneri að nokkrum tilvikum um óæskilega tjáningu hans. Sjá: Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Dómsmálaráðherra hafnaði beiðni ríkissaksóknara 9. september síðast liðinn. Ummælin voru talin óviðeigandi og til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins, en sérstakar aðstæður hafi réttlætt þau. Helgi og fjölskylda hans hafði sætt þrálátum hótunum af hálfu Mohamad Kourani undanfarin ár. Helgi Magnús hefur verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur en til stóð að hann hæfi störf að nýju fyrir helgi. Ríkissaksóknari vill enn meina að hans vinnuframlags sé ekki óskað, en hún hefur ekki falið honum nein verkefni og hann kemst ekki í tölvukerfi embættisins. Skilur ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er. Ég sé ekki að það sé nein lagaleg forsenda fyrir þessari ákvörðun hennar. Ég er í starfi skipaður af ráðherra og það er ekki hennar að ákveða neitt um það,“ segir Helgi. Hann segir að ráðherra hafi þegar tekið til umfjöllunar öll þau sjónarmið um óviðeigandi tjáningu sem Sigríður byggir ákvörðun sína á. Málið sé eiginlega orðið að einelti. „Ef hún virðir það ekki er það bara hennar vandamál.“ Helgi kveðst ekki vita hvað gerist í framhaldinu, en gerir ráð fyrir að ákvörðunin verði kærð til nýs ráðherra dómsmála. Málið farið að lykta ómálefnalega „Þetta er náttúrulega almannafé sem borgar mér laun, og að menn telji sig geta farið svona með almannafé, þetta er svolítið farið að lykta af einhverri ómálefnalegri illsku. Af hverju ekki bara að una niðurstöðu ráðherra sem var löglega fengin?“ Ákvörðun ráðherra væri lögbundin og bindandi. „Ákvörðun ráðherra, sem brást við ósk ríkissaksóknara um að leysa mig frá störfum, er búin að liggja fyrir frá 9. september síðast liðnum. Hún hafnaði kröfu ríkissaksóknara, að fengnum tveimur lögfræðiálitum sem hún aflaði, og þeirri ákvörðun á ríkissaksóknari að hlíta. Ákvörðunin er endanleg. Niðurstaða í máli þessu ræðst af lögum, nýr ráðherra getur ekki tekið aðra ákvörðun í málinu enda ekkert nýtt komið fram og ekkert sem breytir fyrri niðurstöðu.“ „Það hefur enginn getað útskýrt fyrir mér hverslags málsmeðferð þetta er, annað en einhver geðþótti. Ég velti því fyrir mér núna hvað í ósköpunum ég á að gera í þessari stöðu, á ég bara að sitja heima? Það á eftir að koma í ljós hvernig ég bregst við þessu en ég læt ekki hrekja mig úr starfi né mun ég lúffa fyrir þessu.“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 „Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. 1. ágúst 2024 11:12 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Í júlí lagði ríkissaksóknari til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson yrði leystur frá störfum vegna ummæla sem hann hafði látið falla um innflytjendur. Þá sagði hún að háttsemi hans næði aftur til ársins 2017, og sneri að nokkrum tilvikum um óæskilega tjáningu hans. Sjá: Háttsemi Helga nái aftur til 2017 Dómsmálaráðherra hafnaði beiðni ríkissaksóknara 9. september síðast liðinn. Ummælin voru talin óviðeigandi og til þess fallin að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins, en sérstakar aðstæður hafi réttlætt þau. Helgi og fjölskylda hans hafði sætt þrálátum hótunum af hálfu Mohamad Kourani undanfarin ár. Helgi Magnús hefur verið í veikindaleyfi undanfarnar vikur en til stóð að hann hæfi störf að nýju fyrir helgi. Ríkissaksóknari vill enn meina að hans vinnuframlags sé ekki óskað, en hún hefur ekki falið honum nein verkefni og hann kemst ekki í tölvukerfi embættisins. Skilur ekki nokkurn skapaðan hlut í þessu „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er. Ég sé ekki að það sé nein lagaleg forsenda fyrir þessari ákvörðun hennar. Ég er í starfi skipaður af ráðherra og það er ekki hennar að ákveða neitt um það,“ segir Helgi. Hann segir að ráðherra hafi þegar tekið til umfjöllunar öll þau sjónarmið um óviðeigandi tjáningu sem Sigríður byggir ákvörðun sína á. Málið sé eiginlega orðið að einelti. „Ef hún virðir það ekki er það bara hennar vandamál.“ Helgi kveðst ekki vita hvað gerist í framhaldinu, en gerir ráð fyrir að ákvörðunin verði kærð til nýs ráðherra dómsmála. Málið farið að lykta ómálefnalega „Þetta er náttúrulega almannafé sem borgar mér laun, og að menn telji sig geta farið svona með almannafé, þetta er svolítið farið að lykta af einhverri ómálefnalegri illsku. Af hverju ekki bara að una niðurstöðu ráðherra sem var löglega fengin?“ Ákvörðun ráðherra væri lögbundin og bindandi. „Ákvörðun ráðherra, sem brást við ósk ríkissaksóknara um að leysa mig frá störfum, er búin að liggja fyrir frá 9. september síðast liðnum. Hún hafnaði kröfu ríkissaksóknara, að fengnum tveimur lögfræðiálitum sem hún aflaði, og þeirri ákvörðun á ríkissaksóknari að hlíta. Ákvörðunin er endanleg. Niðurstaða í máli þessu ræðst af lögum, nýr ráðherra getur ekki tekið aðra ákvörðun í málinu enda ekkert nýtt komið fram og ekkert sem breytir fyrri niðurstöðu.“ „Það hefur enginn getað útskýrt fyrir mér hverslags málsmeðferð þetta er, annað en einhver geðþótti. Ég velti því fyrir mér núna hvað í ósköpunum ég á að gera í þessari stöðu, á ég bara að sitja heima? Það á eftir að koma í ljós hvernig ég bregst við þessu en ég læt ekki hrekja mig úr starfi né mun ég lúffa fyrir þessu.“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20 „Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09 Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01 „Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. 1. ágúst 2024 11:12 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Árásarmaðurinn staðið í hótunum við vararíkissaksóknara Karlmaður um þrítugt, sem úrskurðaður hefur verið í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir hnífstunguárás í verslun í Valshverfinu í Reykjavík, er sá sami og hefur um nokkurt skeið staðið í hótunum við Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara. 10. mars 2024 09:20
„Það eina sem stoppar þá er hnefinn, valdbeiting“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir marga fegna því að sjá Mohamad Kourani bak við lás og slá. En þó hann sé ýkt dæmi erum við að flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála. 16. júlí 2024 15:09
Vandræðasaga Helga: Skortur á hommum, meint „kerlingartussa“ og Facebook-þumallinn „Það má því segja að þau séu að verða þétt tvíeyki, Sigríður og Helgi Magnús,“ var skrifað í Viðskiptablaðið þegar Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson voru skipuð í embætti ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara árið 2011, en þar á undan höfðu þau verið saksóknarar Alþingis í málaferlum á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í Landsdómsmálinu svokallaða. 1. ágúst 2024 08:01
„Ég hef látið orð út úr mér sem hefðu átt að vera ósögð“ Helgi Magnús Gunnarsson vararríkissaksóknari segist hafa látið út úr sér orð sem hann hefði betur látið ósögð. Þrátt fyrir það segir hann að ekkert sem hann hafi sagt hafi kastað rýrð á störf hans hjá embættinu. 1. ágúst 2024 11:12