Fjórar knattspyrnukonur handteknar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 11:33 Fjórir leikmenn River Plate kvennaliðsins voru fluttar burtu í fangelsi eftir atvikið. Getty/Rodrigo Valle Fjórar argentínskar knattspyrnukonur voru handteknar í gær þegar þær voru að spila við brasilískt lið í alþjóðlegu hraðmóti í Brasilíu. Ástæðan voru meintir kynþáttafordómar gagnvart einum starfsmanni leiksins. Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024 Brasilía Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sjá meira
Leikmennirnir fjórir leika með argentínska félaginu River Plate og þær voru þarna að spila undanúrslitaleik við brasilíska félagið Gremio í kvennakeppni í Sao Paulo í Brasilíu. Leikurinn var stöðvaður í fyrri hálfleik eftir að leikmaður River Plate var sökuð um kynþáttaníð. Hún átti hafa hafa sýnt boltastrák rasískt látbragð með því að herma eftir apa. Þetta sást í sjónvarpsútsendingunni og staðarfjölmiðlar hafa einnig staðfest þetta. ESPN segir frá. Leikmaðurinn heitir Candela Díaz og hún var síðan handtekin af lögreglunni í ásamt þremur liðsfélögum sínum Juana Cangaro, Milagros Naiquen Diaz og Camila Ayelen Duarte. Þær voru enn í haldi í gærkvöldi. Þær segja boltastrákinn hafi ögrað þeim. „Við lítum á þetta sem geðþóttaákvörðun og mikinn vilja brasilíska dómskerfisins til að senda skilaboð. Þeir nota þetta mál einungis til þess,“ sagði Thais Sankari, lögfræðingur kvennanna. Eftir látbragðið frá Díaz þá gengu leikmenn brasilíska félagsins af velli í mótmælaskyni. Dómarinn sýndi jafnframt sex leikmönnum River Plate rauða spjaldið eftir slagsmál inn á vellinum og hætti leiknum af því að það voru ekki nægilega margir leikmenn eftir inn á vellinum hjá argentínska liðinu. Staðan var þarna 1-1 en dómarinn dæmdi Gremio sigurinn. Brasilíska félagið mun því spila úrslitaleikinn á mótinu í dag. Forráðamenn mótsins gengu svo lengra með því að banna River Plate að taka þátt í mótinu næstu tvö árin. 🤦♀️⚠️ ¡BOCHORNOSO!River Plate fue EXPULSADO de la 'Ladies Cup' por un lamentable episodio en el partido de ayer ante Grêmio, en el que la jugadora Candela Díaz le hizo gestos racistas a una recogepelotas.Tras el incidente, las jugadoras brasileñas abandonaron el campo de juego… pic.twitter.com/dfgnuNXut9— Mundo Pelota (@mundopelotanet) December 21, 2024
Brasilía Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sjá meira