„Maður mun sakna þess mjög“ Tómas Arnar Þorláksson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. desember 2024 20:41 Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Einar „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, í samtali við fréttastofu í dag á meðan hann tók saman muni sína á skrifstofu sinni í ráðuneytinu og gerði sig reiðubúin til að kveðja sína starfstöð til nokkurra ára. Eins og greint hefur verið frá fundaði ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, fráfarandi forsætisráðherra, í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar en þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan fyrir ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins kynna nýja ríkisstjórn í Hafnarborg í Hafnarfirði á morgun klukkan 13.00. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekkert gefið upp varðandi hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. Skorað hefur verið á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að bjóða sig fram til formennsku. Spurður hvort hann sé búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram segir Guðlaugur: „Ekki enn þá. Ég ætla ekki að lýsa neinu yfir núna, ekki í dag.“ Guðlaugur segist aðspurður vera vel stemmdur fyrir því að fara í stjórnarandstöðu. Það sé ekkert nýtt fyrir honum. „Það er fullkominn misskilningur að þú hafir ekki áhrif í stjórnarandstöðu. Það er líka misskilningur að það sé ekki gaman. Það eru auðvitað fullkomin forréttindi að fá traust og stuðning fólks til að sinna þessum störfum, það að vera þingmaður og ráðherra. Þannig að ég mun bara gera mitt allra besta til að standa undir þeim væntingum og stuðningi sem ég hef fengið.“ Kannski gott tækifæri fyrir flokkinn til að fara í smá uppbyggingu? „Já ég held það. Ég held að það sé bara mjög gott. Við vitum alveg hver kosningaúrslitin voru. Það liggur bara fyrir. Það er mjög mikilvægt að við séum öflugri og sterkari og stærri. Þannig að við þurfum að nýta tímann mjög vel núna til að byggja okkur upp og sækja fram.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira