Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. desember 2024 19:02 Bjarni Benediktsson starfandi forsætis- og matvælaráðherra segir að það að endurnýja fimm ára hvalveiðileyfi Hvals hf. sjálfkrafa árlega til fimm ára sé engin breyting frá fyrri leyfisveitingum. Þetta leyfi sé glænýtt. Vísir/Vilhelm Starfandi matvælaráðherra segir nauðsynlegt að Hvalur hf. hafi fyrirsjáanleika í rekstri og því hafi hann gefið út fimm ára hvalveiðileyfi sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Hann hafi ekki haft tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar. Óþarfi sé að bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem rýnir lagaumgjörð hvalveiða áður en slík ákvörðun er tekin. Starfandi forsætis- og matvælaráðherra ákvað eftir kosningar að gefa út umdeilt leyfi til hvalveiða. Í vikunni kom fram að fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega. Matvælaráðuneytið upplýsti að sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum. Svar matvælaráðuneytis 17. desember 2024.Vísir Akraneskaupstaður og formaður Verkalýðisfélags Akraness hafa fagnað ákvörðun ráðherrans meðan ýmis dýra- og náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir furðu sinni og sakað hann um valdníðslu. Glænýtt leyfi Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir hvalveiðileyfið nýtt og því hafi engin breyting verið gerð. „Það þurfti engu að breyta varðandi leyfið. Það þurfti að gefa út nýtt leyfi. Það er gefið út með hliðsjón af því að það þarf fyrirsjáanleika í atvinnugreininni,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra skipaði í ár starfshóp sem rýna á í 75 ára gömul lög um hvalveiðar. Hópurinn skilar af sér í febrúar á næsta ári. Í frétt á Stjórnarráðinu kemur fram að skýrslu hópsins sé ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Segist ekki hafa þurft að bíða eftir niðurstöðu hópsins. „Þessi hópur hefur ekki það hlutverk að skrifa ný lög. Þessi hópur á að líta til sögunnar og til annarra landa. Þetta er hópur sem fyrrverandi ráðherra setur á laggirnar og bindur á engan hátt hendur mínar í þessu máli,“ segir Bjarni. Hafði ekki tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar Fiskistofa og Hafrannsóknarstofnun skiluðu áliti sínu um hvalveiðar fyrir kosningar. Bjarni segist ekki hafa haft tíma til að taka ákvörðun fyrir en eftir þær. „Það var örfáum dögum fyrir kosningar sem ég hafði fengið allar umsagnir og forsendur til að meta málið og ég var bara í kosningabaráttu á þeim tíma. Ég vildi taka mér hæfilegan umhugsunarfrest og geta fundað með fólkinu í ráðuneytinu,“ segir Bjarni. Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Akranes Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. 17. desember 2024 18:26 Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ 6. desember 2024 20:49 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. 5. desember 2024 18:31 Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. 5. desember 2024 17:25 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Starfandi forsætis- og matvælaráðherra ákvað eftir kosningar að gefa út umdeilt leyfi til hvalveiða. Í vikunni kom fram að fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega. Matvælaráðuneytið upplýsti að sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum. Svar matvælaráðuneytis 17. desember 2024.Vísir Akraneskaupstaður og formaður Verkalýðisfélags Akraness hafa fagnað ákvörðun ráðherrans meðan ýmis dýra- og náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir furðu sinni og sakað hann um valdníðslu. Glænýtt leyfi Bjarni Benediktsson starfandi matvælaráðherra segir hvalveiðileyfið nýtt og því hafi engin breyting verið gerð. „Það þurfti engu að breyta varðandi leyfið. Það þurfti að gefa út nýtt leyfi. Það er gefið út með hliðsjón af því að það þarf fyrirsjáanleika í atvinnugreininni,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi forsætisráðherra skipaði í ár starfshóp sem rýna á í 75 ára gömul lög um hvalveiðar. Hópurinn skilar af sér í febrúar á næsta ári. Í frétt á Stjórnarráðinu kemur fram að skýrslu hópsins sé ætlað að vera grundvöllur fyrir framtíðarstefnumótun um hvalveiðar. Segist ekki hafa þurft að bíða eftir niðurstöðu hópsins. „Þessi hópur hefur ekki það hlutverk að skrifa ný lög. Þessi hópur á að líta til sögunnar og til annarra landa. Þetta er hópur sem fyrrverandi ráðherra setur á laggirnar og bindur á engan hátt hendur mínar í þessu máli,“ segir Bjarni. Hafði ekki tíma til að taka ákvörðun fyrir kosningar Fiskistofa og Hafrannsóknarstofnun skiluðu áliti sínu um hvalveiðar fyrir kosningar. Bjarni segist ekki hafa haft tíma til að taka ákvörðun fyrir en eftir þær. „Það var örfáum dögum fyrir kosningar sem ég hafði fengið allar umsagnir og forsendur til að meta málið og ég var bara í kosningabaráttu á þeim tíma. Ég vildi taka mér hæfilegan umhugsunarfrest og geta fundað með fólkinu í ráðuneytinu,“ segir Bjarni.
Hvalveiðar Hvalir Sjávarútvegur Akranes Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Tengdar fréttir Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30 „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51 Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. 17. desember 2024 18:26 Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ 6. desember 2024 20:49 Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10 Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. 5. desember 2024 18:31 Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. 5. desember 2024 17:25 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Núgildandi lög um hvalveiðar eru löngu úrelt að mati lagaprófessors og fyrrum ráðgjafa stjórnvalda í hvalveiðum. Við ákvarðanatöku sé hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baðkari. Stjórnarmaður í Dýraverndarsamtökum Íslands sakar starfandi matvælaráðherra um valdníðslu með því að veita í raun ótímabundið leyfi til hvalveiða. 18. desember 2024 19:30
„Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Útgáfa hvalveiðileyfis sem endurnýjast sífellt og sjálfkrafa er fráleit stjórnsýsla hjá ráðherra í starfsstjórn segir lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Málið sé ekkert annað en spilling og hún bindur vonir við að ný ríkisstjórn grípi í taumana. 18. desember 2024 11:51
Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Fimm ára veiðileyfi Hvals hf. endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. 17. desember 2024 18:26
Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps „Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“ 6. desember 2024 20:49
Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. 6. desember 2024 07:10
Ólögmæt leyfisveiting til hvalveiða Í dag situr Sjálfstæðisflokkurinn í minnihluta starfsstjórn (Vísindavefurinn) sem er ríkisstjórn Íslands. Hlutverk starfsstjórna er að halda hlutunum í gangi þangað til að ný ríkisstjórn tekur við. Hlutverk starfsstjórna er ekki að taka bindandi ákvarðanir eins og að leyfa ólögmætar hvalveiðar næstu fimm árin. 5. desember 2024 18:31
Engin ástæða til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á sama grundvelli Bjarni Benediktsson forsætis- og matvælaráðherra segir ákvörðun um útgáfu hvalveiðileyfa ekkert annað en afgreiðslu í matvælaráðuneytinu. Verið sé að fylgja lögum. Engin ástæða sé til að bíða eftir því að annar ráðherra veiti leyfi á grundvelli sömu laga. 5. desember 2024 17:25