Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 12:25 Þær Þórdís Kolbrún, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna hafa áhuga á formennsku í Sjálfstæðisflokknum. vísir/samsett Ríkisstjórnin fundaði í síðasta sinn í morgun. Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þingstörf í stjórnarandstöðu eru fram undan. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins og Áslaug Arna segir skorað á sig. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, sem nú er reyndar einungis í formi starfsstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, kom saman á sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Sjö ára valdatíð sögulegrar og þverpólitískrar stjórnar er því senn formlega lokið þar sem ný tekur við um helgina. Bjarni segist líta stoltur yfir farinn veg. Fáar ríkisstjórnir hafi mætt fleiri áskorunum sem hafi birst í formi heimsfaraldurs, stríðs í Evrópu og elda á Reykjanesi. „Maður hugsar til þess hvernig sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum er eflaust spennt fyrir því að hrinda sínum hugmyndum í framkvæmd en síðan gerast bara einhverjir hlutir og maður getur aldrei séð það fyrir fram. En vonandi verður þjóðin ekki fyrir jafn stórum áföllum og gerðust í tíð þessarar ríkisstjórnar - og voru utanaðkomandi, óviðráðanlegar og erfiðar aðstæður.“ Ráðherrar eru þegar farnir að tæma skrifstofur sínar og þrír af fjórum ráðherrum Framsóknar fallnir af þingi. Þeirra sem eftir standa bíða störf í stjórnarandstöðu. Ljóst er að breytingar eru því fram undan og hefur því verið velt upp hvort þær muni einnig birtast í forrystu flokkanna. Aðspurður gaf Bjarni ekkert upp um það hvort hann muni sækjast eftir áframhaldandi formennsku á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar. „Ég ætla að fara í frí núna á næstunni og svo kem ég ferskur inn í nýtt ár. Þá förum við að ræða um það sem er fram undan,“ sagði Bjarni. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur íhugað formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum.Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir segir að margir muni eflaust íhuga stöðu sína gefi Bjarni ekki kost á sér. Skorað hafi verið á sig. „Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki fengið hvatningu. Þannig ég mun hugsa það eins og örugglega margir aðrir. Þannig þú hefur íhugað kostinn? Já, ég hef gert það,“ segir Guðrún. Varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er einnig áhugasöm. „Ég hef verið mjög skýr um það í lanan tíma að ég væri tilbúin til þess að leiða flokkinn inn í nýja tíma og í gegnum kynslóðaskipti þegar þar að kemur“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að byggja upp trúverðugleika sinn.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir einnig skorað á sig. „Ég get ekki neitað því að ég hef fengið mikla hvatningu og ég lít á það sem ánægju með mín störf,“ segir Áslaug. „Fyrst og fremst er brýnast að flokkurinn byggi upp trúverðugleika sinn. Að flokkurinn sjái fram á það hvernig hann ætlar að starfa til framtíðar, stækka sig og styrkja. Verða aftur leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum og stærsti flokkurinn,“ segir Áslaug Arna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent