Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 10:02 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. vísir/Arnar Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, gerir ráð fyrir að nýr landsliðsþjálfari verði ekki ráðinn fyrr en eftir áramót. Enn eigi eftir að boða kandídata í viðtöl. „Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að,“ hefur mbl.is eftir Þorvaldi. Þorvaldur býst við að tíðinda verði að vænta af þjálfaramálum eftir tvær til þrjár vikur. Ummæli hans ríma við það sem hann sagði við Vísi fyrir rúmri viku þegar hann bjóst síður við að ráða þjálfara fyrir jól. Gera má ráð fyrir að umsækjendur og mögulegir kostir verði teknir í viðtal milli jóla og nýárs eða snemma á nýju ári. Þrír til fjórir aðilar verða að líkindum fengnir í viðtal. Þorvaldur sagði við Vísi eftir uppsögn Åge Hareide að hann hygðist heldur ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari Kortrijk, hafa helst verið nefndir til sögunnar. Gera má ráð fyrir að Arnar verði tekinn í viðtal eftir Evrópuleik Víkings við LASK ytra í kvöld, að KSÍ hafi af virðingu við hann og Víkingsliðið, ákveðið að bíða þar til deildarkeppni Sambandsdeildarinnar væri afstaðin. Staða Freys breyttist óvænt í vikunni þegar honum var sagt upp störfum hjá Kortrijk. Hann er því skyndilega laus allra mála. Norðmaðurinn Per Matthias Högmo og Svíinn Janne Anderson hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem kostir sem KSÍ séu með til skoðunar. Fyrsta verkefni nýs þjálfara, hvers svo sem hann verður, er umspil Þjóðadeildarinnar í mars þar sem Ísland mætir Kósóvó heima (heimaleikurinn verður að vísu leikinn erlendis vegna framkvæmda við Laugardalsvöll) og heiman. Sigurliðið keppir í B-deild en tapliðið í C-deild. Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
„Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að,“ hefur mbl.is eftir Þorvaldi. Þorvaldur býst við að tíðinda verði að vænta af þjálfaramálum eftir tvær til þrjár vikur. Ummæli hans ríma við það sem hann sagði við Vísi fyrir rúmri viku þegar hann bjóst síður við að ráða þjálfara fyrir jól. Gera má ráð fyrir að umsækjendur og mögulegir kostir verði teknir í viðtal milli jóla og nýárs eða snemma á nýju ári. Þrír til fjórir aðilar verða að líkindum fengnir í viðtal. Þorvaldur sagði við Vísi eftir uppsögn Åge Hareide að hann hygðist heldur ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari Kortrijk, hafa helst verið nefndir til sögunnar. Gera má ráð fyrir að Arnar verði tekinn í viðtal eftir Evrópuleik Víkings við LASK ytra í kvöld, að KSÍ hafi af virðingu við hann og Víkingsliðið, ákveðið að bíða þar til deildarkeppni Sambandsdeildarinnar væri afstaðin. Staða Freys breyttist óvænt í vikunni þegar honum var sagt upp störfum hjá Kortrijk. Hann er því skyndilega laus allra mála. Norðmaðurinn Per Matthias Högmo og Svíinn Janne Anderson hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem kostir sem KSÍ séu með til skoðunar. Fyrsta verkefni nýs þjálfara, hvers svo sem hann verður, er umspil Þjóðadeildarinnar í mars þar sem Ísland mætir Kósóvó heima (heimaleikurinn verður að vísu leikinn erlendis vegna framkvæmda við Laugardalsvöll) og heiman. Sigurliðið keppir í B-deild en tapliðið í C-deild.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira