Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 14:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og svefnleysis og á tvo gangandi vegfarendur sem slösuðust. Þá hafi hann hvorki komið hinum slösuðu til aðstoðar eða tilkynnt málið til lögreglu, en þess í stað flutt þau sem slösuðust af vettvangi. Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira