Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 12:43 Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir að hótanir Eflingarfólks ekkert gera nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem eigi jú að vera hátíð ljóss og friðar. Vísir Aðalgeir Ásvaldsson, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri (SVEIT), segir verkalýðsfélagið Eflingu líklega hafa sett Íslandsmet í óhróðri vegna orða um samtökin í gær. SVEIT og Efling hafa átt í harðvítugum deilum síðustu vikur vegna kjarasamnings SVEIT við stéttarfélagið Virðingu sem Efling skilgreinir sem gervistéttarfélag. Telur Efling kjarasamninginn fela í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. Í yfirlýsingu frá Aðalgeiri segir að forsvarsmenn Eflingar séu enn við sama heygarðshornið með „óheilindum og ósannindum gagnvart SVEIT“. Þá segir hann Eflingu varpa fram tölfræði um úrsagnir úr SVEIT í kjölfar þrýstings Eflingar, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. SVEIT sjá enga ástæðu fyrir því að afhenda Eflingu upplýsingar undir hótunum. Aðalgeir segir sömuleiðis að forsvarsmenn Eflingar hafi staðið fyrir „ósvífnum vinnustaðaheimsóknum“ þar sem þeir hafi ruðst inn, króað fólk af og hótað því, sé það skráð í Virðingu. Nauðbeygja „Með útúrsnúningum er samningsvilji kenndur við ágalla, flótta og loks að SVEIT hafi þurft að nauðbeygja,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingunni. „Síðasttalda orðið er líklega í uppáhaldi hjá forsvarsmönnum Eflingar, þar sem þeir virðast ekki vita mun á hávaða eða hljóði, samningsvilja eða kúgun. Það er heldur einkennilegt lífsviðhorf þegar vilji til samtals og endurskoðunar í ljósi gagnrýni til að viðhalda friði á viðkvæmum markaði er talin til neikvæðra þátta.“ Hann segir ennfremur að Efling haldi áfram og geri það tortryggilegt í sjálfu sér að SVEIT semji við aðra en þau sjálf. „Hægan, hægan. Ef starfsfólk í veitingageiranum gerir ekki samning við SVEIT, hverjir ættu þá að gera það? Gera flugmenn og flugfreyjur ekki samning við Icelandair og Play? Gerir fiskvinnslufólk ekki samning við fyrirtæki í sjávarútvegi? Hér er starfsfólk í veitingageiranum að gera kjarasamning við veitingahúsin, sína vinnustaði, og það er gert tortryggilegt. Kannski af því að Efling missir spón úr sínum aski? Eins og þetta sé ekki nóg halda ósannindi Eflingar varðandi úrsagnir úr SVEIT áfram. Frekjulegur póstur Eflingar til aðildarfélaga SVEIT þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi ætlaði ekki örugglega að segja sig úr SVEIT, sem fylgt var eftir með enn ólundarlegri pósti þar sem forsvarsmenn Eflingar sýndu undrun sinni á að viðkomandi aðildarfélagi hefði ekki upplýst um allar sínar gjörðir til óskylds aðila. Efling skellir síðan opinberlega fram alls kyns tölfræði um þann fjölda sem á að hafa sagt sig úr SVEIT eftir hótanir og ofbeldisaðgerðir forsvarsmanna verkalýðsfélagsins, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. Þær eru enda á hendi SVEIT, sem telur enga ástæðu til að afhenda upplýsingar til Eflingar undir hótunum. Það er hins vegar hægt að upplýsa að SVEIT veit betur. Má svo bæta við ósvífnum vinnustaðaheimsóknum forsvarsmanna Eflingar síðustu daga þar sem ruðst er inn og starfsfólk króað af og því hótað sé það í Virðingu. Við er bætt ósannindum um kaup og kjör, ósannindi um að samningar brjóti lög í landinu og réttarstöðu starfsfólks. Eftir hangir hótun í loftinu sem gerir ekkert nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem á jú að vera hátíð ljóss og friðar. Eina ljósið er yfirheyrsluljós Eflingarmanna sem beint er í augu óbreytts starfsfólks undir hótunum og ósannindum og friðurinn, ja hann er að minnsta kosti ekki að finna í hugum og hjörtum Eflingarmanna,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í dag. Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
SVEIT og Efling hafa átt í harðvítugum deilum síðustu vikur vegna kjarasamnings SVEIT við stéttarfélagið Virðingu sem Efling skilgreinir sem gervistéttarfélag. Telur Efling kjarasamninginn fela í sér fjölmörg alvarleg brot á lögum. Í yfirlýsingu frá Aðalgeiri segir að forsvarsmenn Eflingar séu enn við sama heygarðshornið með „óheilindum og ósannindum gagnvart SVEIT“. Þá segir hann Eflingu varpa fram tölfræði um úrsagnir úr SVEIT í kjölfar þrýstings Eflingar, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. SVEIT sjá enga ástæðu fyrir því að afhenda Eflingu upplýsingar undir hótunum. Aðalgeir segir sömuleiðis að forsvarsmenn Eflingar hafi staðið fyrir „ósvífnum vinnustaðaheimsóknum“ þar sem þeir hafi ruðst inn, króað fólk af og hótað því, sé það skráð í Virðingu. Nauðbeygja „Með útúrsnúningum er samningsvilji kenndur við ágalla, flótta og loks að SVEIT hafi þurft að nauðbeygja,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingunni. „Síðasttalda orðið er líklega í uppáhaldi hjá forsvarsmönnum Eflingar, þar sem þeir virðast ekki vita mun á hávaða eða hljóði, samningsvilja eða kúgun. Það er heldur einkennilegt lífsviðhorf þegar vilji til samtals og endurskoðunar í ljósi gagnrýni til að viðhalda friði á viðkvæmum markaði er talin til neikvæðra þátta.“ Hann segir ennfremur að Efling haldi áfram og geri það tortryggilegt í sjálfu sér að SVEIT semji við aðra en þau sjálf. „Hægan, hægan. Ef starfsfólk í veitingageiranum gerir ekki samning við SVEIT, hverjir ættu þá að gera það? Gera flugmenn og flugfreyjur ekki samning við Icelandair og Play? Gerir fiskvinnslufólk ekki samning við fyrirtæki í sjávarútvegi? Hér er starfsfólk í veitingageiranum að gera kjarasamning við veitingahúsin, sína vinnustaði, og það er gert tortryggilegt. Kannski af því að Efling missir spón úr sínum aski? Eins og þetta sé ekki nóg halda ósannindi Eflingar varðandi úrsagnir úr SVEIT áfram. Frekjulegur póstur Eflingar til aðildarfélaga SVEIT þar sem krafist var svara um hvort viðkomandi ætlaði ekki örugglega að segja sig úr SVEIT, sem fylgt var eftir með enn ólundarlegri pósti þar sem forsvarsmenn Eflingar sýndu undrun sinni á að viðkomandi aðildarfélagi hefði ekki upplýst um allar sínar gjörðir til óskylds aðila. Efling skellir síðan opinberlega fram alls kyns tölfræði um þann fjölda sem á að hafa sagt sig úr SVEIT eftir hótanir og ofbeldisaðgerðir forsvarsmanna verkalýðsfélagsins, án þess að hafa fyrir því staðreyndir. Þær eru enda á hendi SVEIT, sem telur enga ástæðu til að afhenda upplýsingar til Eflingar undir hótunum. Það er hins vegar hægt að upplýsa að SVEIT veit betur. Má svo bæta við ósvífnum vinnustaðaheimsóknum forsvarsmanna Eflingar síðustu daga þar sem ruðst er inn og starfsfólk króað af og því hótað sé það í Virðingu. Við er bætt ósannindum um kaup og kjör, ósannindi um að samningar brjóti lög í landinu og réttarstöðu starfsfólks. Eftir hangir hótun í loftinu sem gerir ekkert nema skapa óöryggi starfsfólks í aðdraganda jólahátíðar, sem á jú að vera hátíð ljóss og friðar. Eina ljósið er yfirheyrsluljós Eflingarmanna sem beint er í augu óbreytts starfsfólks undir hótunum og ósannindum og friðurinn, ja hann er að minnsta kosti ekki að finna í hugum og hjörtum Eflingarmanna,“ segir Aðalgeir í yfirlýsingu sinni sem send var á fjölmiðla í dag.
Stéttarfélög Veitingastaðir Kjaramál Deilur Eflingar og SVEIT vegna Virðingar Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira