Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Jón Þór Stefánsson skrifar 18. desember 2024 12:26 Hæstiréttur Íslands kvað upp dóm sinn í málinu í dag. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að háttsemi sem Gareese Joshua Gray var ákærður fyrir hafi verið nauðgun. Hann er dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku sumarið 2021, en þá var Gareese nítján ára. Í héraðsdómi Norðurlands eystra var Gareese sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi fyrir að hafa fróað sér þar sem hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Þá hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu og vildi meina að um nauðgun væri að ræða, og dæmdi hans líkt og áður segir í tveggja ára fangelsi. Og Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að háttsemi Gareese hafi fallið undir hugtakið „önnur kynferðismök“. Það eigi við um kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju sem er ekki „hefðbundið samræði“, eins og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Þessi misnotkun er sögð almennt til til þess fallin að veita geranda kynferðislega útrás. „Horfa verður til þess að ákærði var klofvega yfir brotaþola og varnaði henni undankomu samtímis því að fróa sér nærri andliti hennar þangað til hann felldi sæði yfir það. Þessi háttsemi ákærða fól í sér kynferðislega misnotkun á líkama brotaþola, hafði sama gildi og hefðbundið samræði og var til þess fallin að veita honum kynferðislega útrás. Verður því fallist á með Landsrétti að um hafi verið að ræða „önnur kynferðismök“ í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og sú heimfærsla brotsins staðfest,“ segir í dómi Hæstaréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Hann er dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku sumarið 2021, en þá var Gareese nítján ára. Í héraðsdómi Norðurlands eystra var Gareese sakfelldur fyrir brot gegn blygðunarsemi fyrir að hafa fróað sér þar sem hann var klofvega á hnjánum yfir líkama sextán ára stúlku og fengið sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún gerði honum ljóst að hún væri því mótfallinn. Þá hlaut hann níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Landsréttur komst að annarri niðurstöðu og vildi meina að um nauðgun væri að ræða, og dæmdi hans líkt og áður segir í tveggja ára fangelsi. Og Hæstiréttur staðfesti þá niðurstöðu í dag. Í dómi Hæstaréttar segir að háttsemi Gareese hafi fallið undir hugtakið „önnur kynferðismök“. Það eigi við um kynferðislega misnotkun á líkama annarrar manneskju sem er ekki „hefðbundið samræði“, eins og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Þessi misnotkun er sögð almennt til til þess fallin að veita geranda kynferðislega útrás. „Horfa verður til þess að ákærði var klofvega yfir brotaþola og varnaði henni undankomu samtímis því að fróa sér nærri andliti hennar þangað til hann felldi sæði yfir það. Þessi háttsemi ákærða fól í sér kynferðislega misnotkun á líkama brotaþola, hafði sama gildi og hefðbundið samræði og var til þess fallin að veita honum kynferðislega útrás. Verður því fallist á með Landsrétti að um hafi verið að ræða „önnur kynferðismök“ í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga og sú heimfærsla brotsins staðfest,“ segir í dómi Hæstaréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira