Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 09:19 Frá fangelsinu á Hólmsheiði. Niðurskurðaraðgerðir eru sagðar ná til allrar Fangelsismálastofnunar. Vísir/Vilhelm Skammtímaráðningarsamningar við starfsfólk Fangelsismálastofnunar verða ekki endurnýjaðir vegna niðurskurðaaðgerða sem kynna á starfsfólki í dag. Settur fangelsismálastjóri segir ástæðuna tugmilljóna króna hallarekstur. Stofnunin hafi verið skorin niður inn að beini og sé komin algerlega að þolmörkum. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir. Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að niðurskurðaraðgerðir stæðu fyrir dyrum hjá Fangelsismálastofnun vegna áttatíu milljóna króna halla á rekstri hennar. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, staðfestir þetta við Vísi en segir eiginlega uppsagnir ekki á dagskránni. Þess í stað fái starfsmenn með stutta ráðningarsamninga ekki ráðningu áfram. Hann ætlar að kynna starfsfólki aðgerðirnar á fundi klukkan 15:00 í dag en þær ná til allrar stofnunarinnar. Fangelsismálastofnun glími við rekstrarhalla sem hafi komið í ljós við rekstraráætlunargerð. Þótt framlög til stofnunar hafi ekki verið skorin niður í fjárlögum næsta árs segir Birgir ekki borð fyrir báru nema að skorið verði niður. „Á þessu ári erum við að glíma við það að við munum væntanlega skila tapi upp á einhverja tugi milljóna króna. Við erum náttúrulega fyrst og fremst að bregðast við því,“ segir Birgir. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri var áður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.Stöð 2 Hann vísar til hækkana á ýmsum kostnaði auk launa og að bregðast þurfi við ýmsu öðru í rekstrinum en mannahaldi sem ekki geti beðið lengur. „Það hefur náttúrulega verið skorið inn að beini í þessari starfsemi í mörg, mörg ár og við erum komin algerlega að þolmörkum. Innviðirnir í stofnuninni eru bara verulega veikburða,“ segir Birgir. Sérstaklega bendir hann á að stytting vinnuviku opinberra starfsmanna hafi aldrei verið fullfjármögnuð. Stöðugildum hjá Fangelsismálastofnun hafi fjölgað um nokkra tugi við þá breytingu. „Við höfum kannski bara ekki náð jafnvægi í því,“ segir Birgir.
Fangelsismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Kostnaður við byggingu nýs fangelsis í landi Stóra-Hrauns er áætlaður um sautján milljarðar króna. Fangelsið á að koma í stað Litla-Hrauns og geta hýst hundrað fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. 29. nóvember 2024 07:00