Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 20:28 Henry Alexander Henrysson heimspekingur. vísir/vilhelm „Þetta slær mig alveg hrikalega illa ef þetta er satt. Þetta er alveg með ólíkindum ef satt er. Vörn Bjarna byggðist öll á því þegar hann var gagnrýndur í fjölmiðlum að þetta væri allt hefðbundið, þetta væri bara það sama, þetta væri augljóst og hefði alltaf gerst hvort sem var.“ Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og fulltrúi í fagráði um dýravelferð, um nýtt veiðileyfi Hvals hf. en fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að veiðileyfið endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir og er ótímabundið. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Henry tekur fram að þetta sé nýmæli í leyfinu sem sé í þversögn við fyrrgreinda vörn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sem veitti hvalveiðileyfið á sama tíma og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins höfðu hafið stjórnarmyndunarviðræður. Þessir þrír flokkar eru gegn hvalveiðum, telurðu að það hafi haft einhver áhrif? „Það virðist nú hafa verið þannig að þetta hafi staðið til áður en þessar viðræður fóru í gang. Það er alveg augljóst að það hafi ekki hjálpað til og það hafi þurft að gefa aðeins í.“ Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Spurður hvað hann telji að taki nú við segir Henry: „Það sem ég held að gerist næst er að nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda þetta leyfi. Ég hugsa að fleiri átti sig á því hvað það er margt bogið við þetta ferli allt saman.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira
Þetta segir Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og fulltrúi í fagráði um dýravelferð, um nýtt veiðileyfi Hvals hf. en fréttastofa greindi frá því fyrr í kvöld að veiðileyfið endurnýjast sjálfkrafa árlega og getur því að óbreyttu verið í gildi í áraraðir og er ótímabundið. Sambærilegt ákvæði um endurnýjun hefur ekki verið í fyrri leyfisveitingum Hvals samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Henry tekur fram að þetta sé nýmæli í leyfinu sem sé í þversögn við fyrrgreinda vörn Bjarna Benediktssonar, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, sem veitti hvalveiðileyfið á sama tíma og Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins höfðu hafið stjórnarmyndunarviðræður. Þessir þrír flokkar eru gegn hvalveiðum, telurðu að það hafi haft einhver áhrif? „Það virðist nú hafa verið þannig að þetta hafi staðið til áður en þessar viðræður fóru í gang. Það er alveg augljóst að það hafi ekki hjálpað til og það hafi þurft að gefa aðeins í.“ Starfshópur sem vinnur að því að rýna lagaumgjörð hvalveiða er nú að störfum og á að skila til stjórnvalda skýrslu með tillögum að leiðum til úrbóta. Valkostir þar eiga bæði að taka mið af áframhaldandi veiðum sem og takmörkun eða banni við þeim til framtíðar. Spurður hvað hann telji að taki nú við segir Henry: „Það sem ég held að gerist næst er að nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda þetta leyfi. Ég hugsa að fleiri átti sig á því hvað það er margt bogið við þetta ferli allt saman.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjávarútvegur Stjórnsýsla Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Sjá meira