Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 17:47 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir sigurinn frækna á Þýskalandi, 3-0, í sumar. vísir/anton Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi á Evrópumótinu í fótbolta kvenna 2025. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur
Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Fleiri fréttir „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Sjá meira
Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01