Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 17:47 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir sigurinn frækna á Þýskalandi, 3-0, í sumar. vísir/anton Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi á Evrópumótinu í fótbolta kvenna 2025. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur
Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01