Telur Sigurð Inga hafa misnotað umboð sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2024 11:14 Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu sem undirrituðu samkomulagið í liðinni viku á Skógum. Sigurður Ingi er með þeim á myndinni. Vísir/Magnús Hlynur Landvernd segir Sigurð Inga Jóhannsson fjármála- og innviðaráðherra hafa misnotað umboð sitt með því að staðfesta svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið næstu tuttugu árin. Um sé að ræða stefnumarkandi mál sem óeðlilegt sé að starfsstjórn keyri áfram í tómarúmi. Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Þann 2. desember birtist tilkynning á vef Stjórnarráðsins þess efnis að Sigurður Ingi hefði staðfest Svæðisskipulag Suðurhálendis 2022-2042 sem ellefu sveitarfélög á Suðurlandi standa að. Svæðisskipulagið hefði áður verið samþykkt í svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis og í sveitarstjórnum allra sveitarfélaga sem ættu aðild að því. Sigurður Ingi tók við embætti innviðaráðherra þegar Vinstri græn höfnuðu að starfa í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum eftir að fyrrnefndi flokkurinn sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tók matvæla- og félagsmálaráðuneytið upp á sína arma og Sigurður Ingi innviðaráðuneytið. Malbikaðir vegir á hálendinu Um er að ræða nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurhálendið en þar er m.a. mörkuð sameiginleg stefna um gerð og gæði þjóðvega, flokkun og uppbyggingu ferðaþjónustustaða og verndun landslagsheilda og sérstæðrar náttúru. Fimm ára vinna er að baki. Svæðisskipulagsnefnd Suðurhálendis samþykkti svæðisskipulagið fyrr í ár og sendi til Skipulagsstofnunar í apríl. Skipulagsstofnun staðfesti ekki svæðisskipulagið heldur vísaði málinu til ráðherra. Fulltrúar sveitarfélaganna ellefu, sem undirrituðu í gær í Skógum samkomulagið, sem tók fimm ár að vinna. Innviðaráðherra er með þeim á myndinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Landverndar segir Skipulagsstofnun hafa gert margar athugsemdir við skipulagið varðandi uppbyggingaráform sem stofnunin taldi víkja verulega frá fyrirliggjandi stefnu um skipulagsmál á miðhálendinu. „Það varðar ákvæði svæðisskipulagsins um uppbyggða malbikaða vegi og uppbyggingu ferðaþjónustustaða. Landvernd telur það utan við umboð ráðherra í starfsstjórn að taka slíkar ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma og geta haft veruleg áhrif á viðkvæma og mikilvæga náttúru, víðerni og ásýnd miðhálendisins,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar í tilkynningu. Þorgerður María telur Sigurð Inga hafa misnotað vald sitt sem ráðherra í starfsstjórn.Vísir/Vilhelm „Við megum aldrei umgangast miðhálendið svona, að umboðslaus ráðherra starfsstjórnar ákveði stuttu fyrir kosningar að samþykkja skipulag þar sem malbika á og hækka upp ýmsa hálendisvegi. Hálendið er sameign okkar allra.“ Svæðisskipulagið tekur beint til níu sveitarfélaga á Suðurlandi en þau eru: Grímsnes- og Grafningshreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Auk þeirra eiga Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur aðild að verkefninu. „Íbúar þessara sveitarfélaga eru 2% þjóðarinnar. Þetta er risavaxið mál að malbika þessa vegi sem varanlega breytir ásýnd hálendisins og allri umgengni við það. Landvernd fer fram á að staðfestingin verði dregin til baka og málið lagt fyrir ráðherra skipulagsmála í nýrri ríkisstjórn.“ Í tilkynningunni á vef Stjórnarráðsins sagði að ákvörðun Sigurðar Inga byggðist meðal annars á mikilli samstöðu allra 11 sveitarfélaganna á svæðinu um svæðisskipulagið sem byggt sé á eldri landsskipulagsstefnu. Ráðherra árétti jafnframt í ákvörðun sinni að við endurskoðun svæðisskipulags skuli taka mið af gildandi landsskipulagsstefnu. Svæðið sem nýja skipulagið tekur til. „Þetta plagg horfir af svo miklum metnaði og fagmennsku og væntumþykju þessa fólks til framtíðar, bæði uppbyggingar og verndar svæðisins,“ sagði Sigurður Ingi í fréttum Stöðvar 2 á dögunum.
Skipulag Grímsnes- og Grafningshreppur Bláskógabyggð Hrunamannahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ásahreppur Rangárþing ytra Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Árborg Flóahreppur Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira