„Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2024 18:45 Það var líf og fjör í leik Liverpool og Fulham í dag og Arne Slot gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok. Vísir/Getty Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool sagðist ekki geta beðið um meira af leikmönnum sínum en það sem þeir sýndu í 2-2 jafnteflinu gegn Fulham í dag. Liverpool spilaði einum færri lungann úr leiknum. „Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“ Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira
„Ég held ég geti ekki beðið um meira frá mínum leikmönnum, sérstaklega eftir að við misstum mann af velli. Ég get ekki beðið um meira hvað varðar frammistöðuna eða úrslit. Auðvitað hefðum við getað fengið tvö stig í viðbót,“ sagði Slot í viðtali við Skysports eftir leikinn í dag. Andy Robertson fékk rautt spjald eftir tæplega tuttugu mínútna leik í dag. Robertson meiddist strax á fyrstu mínútu leiksins en hélt þó leik áfram. „Maður vill byrja leikina af ákafa. Eftir þrjátíu sekúndur var einn af okkar mönnum kominn í jörðina og þurfti aðhlynningu sem drap aðeins ákefðina.“ Slot hrósaði Robertson eftir leikinn en rauða spjaldið sem hann fékk var klaufalegt af hans hálfu og hefur Robertson ekki verið sannfærandi á tímabilinu til þessa. „Ég held að Robbo hafi verið aðeins of meiddur því venjulega er hann hraðari en þetta. Það segir ýmsilegt um hans karakter að vilja halda áfram en niðurstaðan var rautt spjald. Þetta var bara spurning hvort það yrði dæmd rangstaða, það var augljóst að þeir voru ekki að fara að breyta þessum dómi,“ sagði Slot en myndbandsdómarar tóku sér langan tíma til að skera úr um hvort Harry Wilson leikmaður Fulham hefði verið rangstæður áður en Robertson braut á honum. „Þetta var kannski það eina sem ég kvartaði ekki yfir í dag. Þetta var leikur mikilla tilfinninga og við vorum manni færri, það er pirrandi. Það er gott að sjá þessa frammistöðu eftir svona áföll í byrjun.“ „Ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn“ Slot virtist ögn pirraður út í dómara leiksins en var þó varkár þegar hann ræddi frammistöðu Tony Harrington sem sá um flautuleikinn í dag. „Þetta er erfitt fyrir mig að dæma um því ég sé þetta í rauntíma eins og dómarinn. Við þurfum að sætta okkur við hvað VAR sér. Við vitum hversu mikilvægar þessar ákvarðanir geta verið. Við stóðum uppi með jafntefli og við getum ekki kennt dómaranum um það.“ „Ég hefði getað fengið gult spjald nokkrum sinnum í dag. Þetta eru smáatriði og einhver þeirra eru á móti þér, þú heldur að einhver muni detta með þér en mér fannst það ekki í dag. Það var augnablik þar sem einn af þeirra leikmönnum sem var á gulu spjaldi hefði getað fengið annað.“
Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dagskráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó Sport Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Sjá meira