Mbappé gæti mætt í Dalinn í október en óvíst hvar Ísland endar Sindri Sverrisson skrifar 14. desember 2024 11:47 Albert Guðmundsson skoraði gegn Úkraínu í EM-umspilinu í mars. Liðin mætast að nýju í baráttunni um að komast á HM í Ameríku. Getty/Rafal Oleksiewicz Leikjadagskrá Íslands í undankeppni HM 2026 liggur nú fyrir og ljóst er að von er á fótboltastjörnum í Laugardalinn í október á næsta ári. Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Sjá meira
Dregið var í riðla fyrir undankeppnina í gær og endaði Ísland í fjögurra liða riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og svo sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu sem mætast í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í mars. Fyrsti leikur Íslands í keppninni, sem jafnframt kemur til með að verða fyrsti mótsleikur liðsins á nýju, blönduðu grasi eftir framkvæmdir á Laugardalsvelli sem nú standa yfir, verður við Aserbaísjan 5. september. Aserar eru fyrir fram lakasta liðið í riðlinum enda í 117. sæti heimslistans, neðar en til að mynda Kasakstan, Armenía og Kósovó, sem Ísland mætir í Þjóðadeildarumspili í mars. Eini leikur Íslands við Asera til þessa er vináttulandsleikur á Íslandi 2008, þar sem liðin gerðu 1-1 jafntefli. Úrslitaleikur við Úkraínu í lokin? Ísland sækir svo annað hvort Frakkland eða Króatíu heim í seinni leik sínum í september, áður en við taka tveir heimaleikir í október þar sem búast má við stjörnum úr úkraínska liðinu og annað hvort því franska eða króatíska. Undankeppninni lýkur svo með tveimur útileikjum í nóvember. Óljóst er hvar síðasti leikur íslenska liðsins, útileikurinn við Úkraínu, verður því Úkraínumenn hafa spilað heimaleiki sína víða vegna stríðsins við Rússa. Úrslitaleikur Úkraínu og Íslands í mars síðastliðnum, um sæti á EM, fór til að mynda fram í Wroclaw þar sem Úkraína vann torsóttan 2-1 sigur. Leikurinn við Úkraínu gæti ráðið úrslitum um möguleika Íslands á að komast á HM, en efsta lið riðilsins kemst beint á mótið og liðið í 2. sæti fer í umspil. Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Undankeppni HM 2026, spiluð haustið 2025: Föstudagur 5. sept: Ísland – Aserbaísjan Þriðjudagur 9. sept: Fra/Kró – Ísland Föstudagur 10. okt: Ísland – Úkraína Mánudagur 13. okt: Ísland – Fra/Kró Fimmtudagur 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland Sunnudagur 16. nóv: Úkraína – Ísland
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Sjá meira