Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2024 15:58 Valtýr Thors er yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum. Vísir/Arnar Faraldur RS-veirunnar er skollinn á Barnaspítalanum af fullum þunga. Fjöldi barna hefur veikst alvarlega og yfirlæknir kvíðir næstu mánuðum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld innleiði nýja fyrirbyggjandi meðferð gegn veirunni, sem skipt gæti sköpum í baráttunni. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins. Á norðurhveli jarðar hefst hann jafnan í desember og stendur fram í febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir, börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga á Landspítalanum segir stöðuna á spítalanum þunga. „Það er mjög mikið af börnum sem liggja inni á barnadeilinni með RS og þurfa þá stuðning með súrefni og oft þurfa þau að fá fæðu gegnum magasondu og svona. Og svo er mikið álag á bráðamóttökunni,“ segir Valtýr. Býsna hátt hlutfall barna sem koma á bráðamóttökuna með sýkinguna þurfi á endanum að leggjast inn, einkum þau allra yngstu. Valtýr segir erfitt að meta það hvort faraldurinn nú sé umfangsmeiri en fyrri ár, þar sem hann sé svo stutt á veg kominn. Það sé þó ljóst að hann fari kröftuglega af stað. Þannig að miðað við hvernig þetta fer af stað þá er ástæða til að kvíða næstu mánuðum? „Já, algjörlega og núna í byrjun vikunnar var deildin alveg full og það var bara ekki pláss, þannig að við vorum að setja okkur í stellingar með að opna sérstakt rými á annarri hæð hjá okkur.“ Bylting innan seilingar Á endanum tókst þó að greiða úr flækjunni og ekki þurfti að opna aukarými. En staðan er sannarlega alvarleg. Valtýr benti á í aðsendri grein á Vísi í morgun að miklar framfarir hafi orðið í fyrirbyggjandi aðgerðum gegn RS-veirunni. Nokkur Evrópulönd hófu í fyrra almennar mótefnagjafir til nýfæddra barna, sem reynst hafi gríðarvel. Verkefni sem þetta yrði afar kostnaðarsamt fyrir íslensk stjórnvöld, en Valtýr telur að það myndi þó margborga sig. „Það fækkar alvarlegum veikindum og innlögnum inn á spítala um allt að áttatíu prósent, eða meira en það. Þetta er svona það sem kallað er í fræðunum „algjör gamechanger“,“ segir Valtýr.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Fleiri fréttir Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Sjá meira
RS veiran – blikur á lofti Um þessar mundir herjar RSV veiran (respiratory syncytial virus) á landsmenn. RS veiran veldur árlegum faraldri í flestum löndum heimsins og á norðurhveli jarðar jafnan í desember til febrúar með miklu álagi á heilbrigðisstofnanir. Mesta álagið er þó á börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. 13. desember 2024 10:30