Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. desember 2024 13:07 Benedikta varð fyrir miklum vonbrigðum með tillögu MAST og setur ennfremur spurningamerki við tímasetninguna. Formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar, segir tillögu MAST að rekstrarleyfi Kaldvíkur til fiskeldis í Seyðisfirði vera áfall fyrir alla sem hafa barist gegn áformunum. Hún segir þennan tímapunkt einstaklega vondan fyrir tillöguna, nú sé starfsstjórn og korter í jól. Hún kveðst handviss um að landsmenn standi með Seyðfirðingum. Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar. Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Á heimasíðu MAST í gær birtist tillaga stofnunarinnar að rekstrarleyfi í Seyðisfirði vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að tíu þúsund tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að sex þúsund og fimm hundruð tonn. Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, félags um verndun fjarðar, hefur ásamt félögum sínum barist gegn þessum áformum í fjögur ár. „Þetta er bara mikið áfall fyrir okkur sem höfum verið að berjast fyrir hönd meirihluta íbúa á Seyðisfirði gegn þessum áformum, mjög vont að fá þetta núna á meðan starfsstjórn er við völd og rétt fyrir jól þegar allir eru bara á leiðinni í jólafrí og aðventuna og vi höfum til 20. janúar til að bregðast við og við erum í miklu samtali við stofnanir sem hafa með leyfið að gera því við sjáum marga ágalla á því þannig að það er mjög mikið áfall að það þurfi að drífa svona í þessu og maður veltir fyrir sér af hverju þurfið þið að drífa svona i þessu núna og af hverju þessi tímapunktur er valinn.“ Henni finnst sem sjónarmið Seyðfirðinga séu virt að vettugi og að meirihluti sveitarstjórnar Múlaþings hafi ekki talað máli íbúanna. „Það næsta sem tók við var haf- og strandsvæðiskipulag og þar var lofað samráði við íbúa, hagaðilar og íbúar áttu að komast að borðinu áður en haf- og strandsvæðisskipulag var samþykkt, þá liggur fyrir skoðanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings sem sýndi að 75% íbúa Seyðisfjarðar voru á móti áformunum og á þetta hefur ekki verið hlustað og þetta er auðvitað algjörlega óásættanlegt.“ „Það á auðvitað að hlusta á íbúana. Það vita allir að þetta er ekki rétt og ég veit að landsmenn standa með Seyðfirðingum og það er mikilvægt að íbúarnir fái að stýra framtíð síns bæjarfélags,“ segir Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, formaður VÁ, Félags um verndun fjarðar.
Sjókvíaeldi Skoðanakannanir Múlaþing Fiskeldi Tengdar fréttir Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42 Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi vegna sjókvíaeldis Kaldvíkur hf. með allt að 10.000 tonna hámarkslífmassa af laxi. Hámark lífmassa af frjóum laxi má vera allt að 6.500 tonn. Tillagan byggir á matsskýrslu frá árinu 2020 um 10.000 tonna laxeldi í Seyðisfirði. 13. desember 2024 09:42
Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Ný könnun leiðir í ljós að mikill meirihluti spurðra er andvígur fyrirhuguðu 10 þúsund tonna laxeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði. 22. nóvember 2024 15:06