Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:30 Hilmar, formaður starfshópsins, Björt sem var hluti af starfshópnum og Guðlaugur ráðherra. stjórnarráðið Starfshópur um endurskoðun á rammaáætlun um orkumál leggur til að tímafestir verði innleiddir til þess að ekki þurfi að líða meira en 24 mánuðir frá því virkjunarhugmynd er send Orkustofnun og þar til ráðherra leggur þingsályktunartillögu fyrir þingið. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins. Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, stofnaði hópinn sem samanstendur af þeim Hilmari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni, Björtu Ólafsdóttur, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra og Kolbeini Óttarssyni Proppé, fyrrverandi þingmanni VG. Hópurinn hóf störf í byrjun árs og fór meðal annars til Noregs til að kanna til hlítar hvernig Norðmenn hafa borið sig að. Björt segir að starfshópurinn hafi fengið mjög opið og vítt skipunarbréf; honum hafi verið ætlað að efla ferla, draga úr flækjum í orku og náttúruverndarmálum. „Við skoðuðum alla möguleika, þar á meðal hvort ætti að leggja rammaáætlun af, eins og sumir tala fyrir eða hvort eitthvað annað kerfi væri betur til þess falli að vinna úr þessum málum. Niðurstaða okkar var að halda okkur við rammaáætlun út af því að hún hefur reynst farsæl hvað faglega þætti varðar en að auka skilvirkni hennar svo um munar.“ Tillögur til úrbóta eru fjölmargar. „Við leggjum til að stytta frest og samnýta tímaramma þannig að það þurfi ekki að líða lengra en 24 mánuðir frá því að virkjanahugmynd er send til Orkustofnunar og þar til ráðherra leggur fram sína þingsályktunartillögu. Auk þess leggjum við til að frestir sveitarfélaga til að setja niðurstöðu Alþingis inn á sitt skipulag verði styttir allverulega og svo leggjum við líka til, því við höfum verið að miða okkur við Norðmenn - að sett verði fram heildræn kortlagning á landinu, með tilliti til verndunar fyrir orkuvinnslu; verndunar á sérstökum svæðum og við leggjum til að þetta sé unnið samhliða því að við styttum ferla í grænorkumálum,“ sagði Björt Ólafsdóttir, fulltrúi í starfshópnum. Það verður undir nýrri ríkisstjórn komið hvort hún ákveður að nýta sér tillögur starfshópsins.
Orkumál Tengdar fréttir Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Skútu rak alla leið frá Englandi að Skaftafellsfjöru Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Sjá meira
Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Starfshópur um endurskoðun rammaáætlunar mun kynna stöðu orkumála og skýrslu sína á fundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. 12. desember 2024 09:01