Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2024 13:00 Fréttamaður heldur á útprentuðu eintaki af frétt frá 2016. Í þessari frétt birtist fyrsta skráða tilvikið af notkun Ingu á textabroti úr Stuðmannalaginu Sigurjón digri. Í það minnsta eftir því sem fréttamaður kemst næst. „Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga Sæland, sigurreifur formaður Flokks fólksins, á nýliðna kosninganótt þegar tölur tóku að birtast. Þarna kvað við kunnuglegan tón í Ingu, sem ítrekað vitnar í hið ástsæla Stuðmannalag þegar andinn kemur yfir hana. Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Eftir því sem fréttamaður kemst næst er elsta skráða tilfellið af notkun Ingu á textabrotinu úr þessari frétt sem birtist á Vísi á kosninganótt 2016, þegar Flokkur fólksins bauð fyrst fram lista. „Við erum komin til að vera. Við erum komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra,“ sagði Inga þá í samtali við fréttamann, og vísaði í lagið Sigurjón digri sem flokksmenn höfðu verið að syngja á kosningavökunni í Faxafeni „þar sem harðasti kjarninn var enn í góðum gír,“ segir í fréttinni. Inga og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði í þeim kosningum en sigldu inn á þing í kosningum ári síðar. Ljóst er að textabrotið er Ingu tamt. Á ferli hennar sem þingmaður hefur hún ítrekað gripið til þess í pontu á Alþingi, eins og tekið er saman í fyrsta annál fréttastofu sem horfa má á hér fyrir neðan. Samantektin hefst um það bil á mínútu 2:30. Þá sveif andi Stuðmanna einnig yfir vötnum á fyrsta blaðamannafundi „Valkyrjanna“ svokölluðu, sem nú standa í stjórnarmyndunarviðræðum, á dögunum. Þar vísaði Inga ekki aðeins í Sigurjón digra heldur söng einnig brot úr laginu Íslenskir karlmenn, við undirtektir Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur. Fréttamaður má svo til með að minna á ítarlega umfjöllun um annan áberandi frasa úr orðabók Ingu Sæland, sem birtist hér á Vísi í haust.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira