Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Sindri Sverrisson skrifar 12. desember 2024 08:00 Sveindís Jane Jónsdóttir glaðbeitt með boltann sem hún fékk til eignar í gærkvöld. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir varð í gærkvöld fyrst Íslendinga til að skora fernu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðsfélagi hennar og fyrirliði Wolfsburg, Alexandra Popp, var með áhugaverða skýringu á ótrúlegri frammistöðu Sveindísar. Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Sveindís skoraði fernuna sína á aðeins 25 mínútum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður, í 6-1 sigri gegn Roma í Meistaradeildinni. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Þýski miðillinn WAZ Online segir að Sveindís hafi verið umvafinn fjölskyldu á leiknum því að í stúkunni hafi verið Eunice, mamma hennar, sem og systir og bróðir. Þau hafi greinilega haft góð áhrif á hana. Fékk uppáhalds mömmumatinn Popp var alla vega þeirrar skoðunar, þegar hún var spurð út í fernu Sveindísar: „Mamma Sveindísar var á vellinum og hún er ekki oft í Wolfsburg. Svo ég sagði henni að hún ætti að koma oftar. Það myndi svo sannarlega gera henni gott því hún hefur ekki alltaf verið að spila undanfarið og var meidd í upphafi tímabilsins,“ sagði Popp. Þó að Sveindís eigi að sjálfsögðu allan heiðurinn að eigin frammistöðu þá gæti mömmumaturinn hafa hjálpað eitthvað til í gær: „Mamma eldaði fyrir mig Jollof-hrísgrjónarétt, sem er uppáhalds maturinn minn frá Gana,“ sagði Sveindís samkvæmt WAZ Online, en Eunice mamma hennar er frá Gana. Eins og Popp benti á þá hefur Sveindís ekki átt fast sæti í liði Wolfsburg á leiktíðinni, og til að mynda aðeins verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í þýsku deildinni til þessa, en þremur í Meistaradeildinni. Samningurinn rennur út í sumar Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út næsta sumar og var hún spurð út í framtíð sína hjá félaginu, eftir leikinn í gær, og hvenær hún myndi ráðast: „Góð spurning. Ég hef ekkert verið að hugsa um þetta, heldur bara að gera mitt besta fyrir Wolfsburg og fá eins margar mínútur og ég get. Vonandi munum við í náinni framtíð vita hvað ég geri en ég er mjög ánægð hjá Wolfsburg svo það er allt enn opið. Ég er spennt að sjá hver ákvörðun mín verður en ég mun fyrst og fremst gera mitt besta fyrir Wolfsburg,“ sagði Sveindís og gaf þannig lítið uppi. Henni var þó bent á að fernan hefði eflaust styrkt samningsstöðu hennar: „Við sjáum til með það. En hausinn minn er í Wolfsburg,“ sagði Sveindís.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Þýski boltinn Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira