Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2024 22:43 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki í kvöld. Hún skoraði fernu þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Getty/Boris Streubel Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fernu í Meistaradeildinni í kvöld þegar Wolfsburg vann 6-1 sigur á Roma og tryggði sér sæti í útsláttarkeppni keppninnar. Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a> Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira
Sveindís var að sjálfsögðu tekin í viðtal á miðlum Wolfsburg eftir leikinn. Hún varð reyndar hálfvandræðaleg því áhorfendur fögnuðu henni mikið þegar hún kom í viðtalið. Það var líka full ástæða fyrir því. Sveindís kom ekki inn á völlinn fyrr en á 66. mínútu en tókst samt að skora fjögur mörk, fyrst íslenskra karla eða kvenna í Meistaradeildinni. Sveindís kom auðvitað með boltann með sér í viðtalið en hvað ætlar hún að gera með hann? „Ég ætla að láta allar stelpurnar í liðinu skrifa á boltann. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Það verður alla vegna mjög langt þangað til að ég gleymi þessum leik,“ sagði Sveindís Jane skælbrosandi eftir leikinn. „Það er alltaf hættulegt að vera bara 1-0 yfir því þá geta þær jafnað ef þú gerir ein mistök. Það var gott að komast aftur 2-1 yfir því það gaf okkur sjálfstraust. Það var síðan virkilega gott að komast í 3-1,“ sagði Sveindís en hún skoraði þriðja markið. „Við héldum áfram og þær brotnuðu svolítið við þriðja markið. Við vorum svo agressífar og vildum þetta meira en þær,“ sagði Sveindís sem skoraði fernu á rúmum hálftíma. Wolfsburg tryggði sér með þessum sigri sæti í átta liða úrslitunum með þessum sigri. Hvernig hljómar það að vera komin áfram í útsláttarkeppnina? „Það hljómar stórkostlega í mínum eyrum. Það er það sem við vildum og við viljum komast sem lengst í þessari keppni. Roma er með frábært lið og það er svekkkandi fyrir þær að komast ekki áfram en við vildum þetta bara meira,“ sagði Sveindís. „Við erum mjög ánægðar með þennan sigur,“ sagði Sveindís. Það má sjá viðtalið við hana hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=aWBtpOnrFHk">watch on YouTube</a>
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Sjá meira