Vonbetri eftir daginn í dag Jón Þór Stefánsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. desember 2024 17:43 Þorgerður Katrín segist bjartsýn eftir viðræður dagsins. Vísir/Vilhelm „Eftir þennan dag er ég vonbetri um að þetta geti náð saman. Ég segi það með þeim fyrirvara að það eru nokkur stór álitaefni eftir. En miðað við hvernig við höfum leyst önnur álitaefni er ég bjartsýn á að við náum niðurstöðum í þeim. Meiri líkur en minni eftir þennan dag að við sjáum nýja ríkisstjórn alla vega fyrir áramót.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eftir stjórnarmyndunarviðræður dagsins. Vinnan í dag hafi gengið ljómandi vel. Sex starfshópar væru að vinna að ýmsum málum og mjakist ágætlega í vel flestum þessara hópa. „Það veit á gott að ég heyrði að samtöl þessara flokka eru fín. Þetta eru náttúrulega þrír ólíkir flokkar, en um leið er mjög margt sem þeir geta sameinast um,“ sagði Þorgerður í samtali við fréttastofu. Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag? „Hún er ágæt. Eftir daginn í dag myndi ég segja að við höfum þokast nær. Við sjáum bara hvað setur. Það voru góð samtöl tekin í dag, ekki síst á milli okkar formannanna þar sem við erum að ná lendingu í mörgum stórum málum. En nokkur brýn líka eftir sem við þurfum að finna úrlausn á,“ segir Þorgerður Katrín. Það hljóti allir að sjá eftir fréttir um að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Efnahagsmálinu væru stærsta málið við samningaborðið hjá þessari mögulegu ríkisstjórn „Efnahagsmálin eru að mínu mati alfa og ómega upphafs þessarar ríkisstjórnar. Við erum að vanda okkar þar. Þessar tölur frá fjármálaráðuneytinu um verri afkomu ríkissjóðs gera verkefnið að einhverju leyti snúnara, en við nálgumst það af mikilli festu ábyrgð og hæfilegri bjartsýni.“ Flokkarnir þrír þyrftu enn að leysa nokkur mál sín í milli, en samtal þeirra væri einlægt og heiðarlegt. Komið hefur fram að flokkarnir stefni að því að fækka ráðuneytum. Þorgerður Katrín segir enga tölu komna á fækkun ráðuneyta. Þau samtöl væru í gangi. Í raun sværi fjöldi ráðuneyta ekki stærsta málið. Hvernig er hljóðið innan úr Viðreisn? Er fólk ánægt með þessar stjórnarmyndunarviðræður? „Já ég myndi segja það. Í heildina er fólk ánægt. Það er eftirvænting og forvitni. Mér finnst meðbyrinn meiri með þessum samtölum en ég bjóst upphaflega við. En mér finnst gott að segja að við allar stelpurnar, leyfi ég mér að segja, erum mjög meðvitaðar um okkar ábyrgð. Við þurfum að vinna hratt en samt vanda okkur og gera þetta af festu þannig að samfélagið okkar fari á næstu árum inn í betri og vissari tíma," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að loknum stjórnarmyndunarviðræðum í dag.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Tengdar fréttir Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Sjá meira
Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Formaður Samfylkingarinnar segir ljóst að einhver verkefni verði að bíða vegna verri afkomu ríkissjóðs en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir. Hún er þó bjartsýn á mögulegt stjórnarsamstarf flokka sem þori að taka ákvarðanir sem fyrri stjórn hafi ekki treyst sér í. 10. desember 2024 19:23
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent