Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2024 11:50 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ Vísir/Anton Brink Þorvaldur Örlygsson segir leit KSÍ að nýjum landsliðsþjálfara karla í fótbolta miða vel. Enn hafi engir fundir átt sér stað með mögulegum arftaka Åge Hareide en óformleg samtöl hafi átt sér stað. Hann lofar ekki nýjum þjálfara fyrir jól. „Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
„Þetta gengur ljómandi fínt bara. Menn hafa unnið í okkar málum og skoðað stöðuna. Eins og gengur þá koma upp nöfn, menn sækja um. Það hafa þónokkrir sótt um og mörg áhugaverð nöfn komið upp,“ segir Þorvaldur í samtali við íþróttadeild. „Við höfum ákveðið það að gefa okkur tíma en viljum samt vinna þetta eins hratt og við getum. Við höfum sett okkur í samband við hina og þessa og reynt að ræða málin. Þetta gengur fínt, þetta er mjög áhugavert allavega,“ bætir hann við. Þó þessar viðræður og púlsmælingar hafi átt sér stað varðandi áhuga ákveðinna aðila hafa stjórnendur KSÍ enn ekki fundað með neinum aðilanna. Þorvaldur vill lítið gefa uppi um nöfn þeirra sem koma til greina. „Við erum ekki búnir að funda með neinum en höfum heyra í fullt af fólki og tekið púlsinn. Ég ætla ekkert að fara í hverja eða hvernig. Við höfum bara verið að skoða okkar mál,“ segir Þorvaldur. Gera megi ráð fyrir að einhverjir aðilanna sem sótt hafa um hjá KSÍ hafi einnig komið nafni sínu á framfæri við knattspyrnusambönd Færeyja og Finnlands. „Við erum heldur ekki eina sambandið, Finnland er líka að leita að landsliðsþjálfara og Færeyingar líka. Svo það eru miklar breytingar í Skandinavíu.“ Þorvaldur segir fjölda umsókna hafa borist á borð KSÍ en gefur lítið uppi um nákvæman fjölda. „Það hafa komið nokkuð margar umsóknir en ég ætla svo sem ekki að nefna neinar tölur um það, en það eru mörg áhugaverð nöfn. Við stefnum á að ræða við fleiri en einn aðila til að sjá hvaða möguleikar eru fyrir hendi og hvað hentar okkur,“ segir Þorvaldur. KSÍ sé hægt og rólega að sigta í gegnum nöfnin og stytta lista mögulegra þjálfara. Enginn tímarammi er kominn á hvenær fundarhöld með líklegum aðilum eigi sér stað. „Það er ekki kominn tímarammi á það. En við reynum að vinna þetta eins hratt og mögulegt er. Því fyrr því betra fyrir þann aðila að fara að einbeita sér að því verkefni sem sá aðili tekur við. Fyrsti leikur er strax í mars og á föstudaginn er dregið í undankeppni HM svo það er margt til að horfa fram á veginn. Þetta eru áhugaverðir tímar og aðilinn þarf að vel inn í starfið í dag,“ segir Þorvaldur. Verður KSÍ búið að ráða þjálfara fyrir jól? „Ég nú ekki að lofa neinni jólagjöf í því eins og er. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt já. Það væri frábær jólagjöf,“ segir Þorvaldur að endingu.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03 Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. 1. desember 2024 10:03
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31