Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Árni Sæberg skrifar 10. desember 2024 16:31 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra, allavega enn sem komið er. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðuneytið reiknar með því að heildarafkoma ríkissjóðs verði neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að vegna stjórnarslita og alþingiskosninga í lok nóvember hafi afgreiðslu fjárlaga verið flýtt frá því sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Í ljósi þrengri tímaramma hafi fjármála- og efnahagsráðuneytið lagt áherslu á að endurmeta afkomuhorfur áranna 2024 og 2025. Ekki hafi gefist ráðrúm fyrir frekari framreikning fyrir tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2029 sem lögð var fram síðastliðið vor. Eftir samþykkt fjárlaganna hafi ráðuneytið unnið að fyrstu drögum að endurmati á afkomuhorfum fyrir árin 2026 til 2029. Sá framreikningur byggist á forsendum gildandi fjármálaáætlunar, endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir tímabilið, sem Hagstofan birti í byrjun nóvember síðastliðins og þeim breytingum og nýjum ákvörðunum sem fólust í afgreiðslu Alþingis í fjárlögum ársins 2025. Rétt sé að vekja athygli á því að um er að ræða frummat á horfum áranna 2026 til 2029 og að ný spá efnahagsforsendur fyrir framreikningnum verði birt snemma á næsta ári. Meirihluta breytinga megi rekja til lægri tekna „Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Mismunurinn stafar fyrst og fremst af breyttri afkomu ríkissjóðs árið 2025 og helst sú afkomulækkun, í samanburði við fyrri áætlanir, út tímabilið. Afkoma batnar aftur á móti áfram í svipuðum takti og áður var ráðgert, miðað við forsendur fjármálaáætlunar,“ segir í tilkynningu. Heildarafkoma A1-hluta ríkissjóðs árið 2025 sé nú áætluð neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu, VLF. Það sé lakari afkoma en áætlað var við framlagningu frumvarpsins í september. Þá hafi verið gert ráð fyrir halla upp á 0,8 prósent af VLF. Það sé jafnframt lakari afkoma en áætlað hafi verið við framlagningu fjármálaáætlunar 2025 til 2029 í apríl, -0,5 prósent af VLF. Um tvo þriðju hluta af þessari afkomubreytingu megi rekja til lægri tekna, en um einn þriðji stafi af auknum vaxtagjöldum. Lakari tekjuhorfur stafi að mestu leyti af því að spennan í þjóðarbúinu undanfarin misseri virðist nú hafa verið meiri en áður var talið. Því hafi þurft meiri kólnun efnahagsumsvifa en áður var talið til að ná fram þeirri markvissu lækkun verðbólgu sem nú birtist. Hagkerfið sé nú nálægt jafnvægi, sem birtist meðal annars í því að svipað mörg fyrirtæki vilja fjölga og fækka starfsfólki samkvæmt nýjustu könnun Seðlabankans. Lækkun verðbólgu og vaxta virðist þegar hafa stutt við neyslu heimila á ný og vísbendingar séu um að hún sé byrjuð að vaxa hóflega nú á seinni helmingi 2024. Aðhaldsstigið áfram svipað Í tilkynningu segir að þar sem lakari afkomuhorfur 2024 og 2025 leiði ekki beint af ákvörðunum stjórnvalda þá hafi mat á aðhaldsstigi ríkisfjármála lítið breyst. Aðhaldsstigið sé áfram metið í námunda við eitt prósent af landsframleiðslu bæði árin. Það sé áfram nægur bati til að styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Batinn í undirliggjandi afkomu 2024 og 2025 leiði af ákvörðunum á bæði gjalda- og tekjuhlið. Útgjöld ríkissjóðs (án vaxtagjalda) vaxi minna en áætlað jafnvægisstig landsframleiðslunnar bæði árin. Skattkerfisbreytingar auki tekjur ríkissjóðs um 15 til 20 milljarða króna í ár og annað eins á því næsta. Gagnvart heildarafkomu vegi það þó þyngra, á þessu ári, hvað þenslan í hagkerfinu hefur minnkað hratt, samanborið við 2023. Frumtekjur ríkissjóðs vaxi því heilt á litið minna en útgjöld í ár þrátt fyrir skattkerfisbreytingar. Afkomuhorfur verði uppfærðar með nýrri þjóðhagsspá í fjármálaáætlun 2026 til 2030, sem lögð verði fram næsta vor. Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að vegna stjórnarslita og alþingiskosninga í lok nóvember hafi afgreiðslu fjárlaga verið flýtt frá því sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Í ljósi þrengri tímaramma hafi fjármála- og efnahagsráðuneytið lagt áherslu á að endurmeta afkomuhorfur áranna 2024 og 2025. Ekki hafi gefist ráðrúm fyrir frekari framreikning fyrir tímabil fjármálaáætlunar til ársins 2029 sem lögð var fram síðastliðið vor. Eftir samþykkt fjárlaganna hafi ráðuneytið unnið að fyrstu drögum að endurmati á afkomuhorfum fyrir árin 2026 til 2029. Sá framreikningur byggist á forsendum gildandi fjármálaáætlunar, endurskoðaðri þjóðhagsspá fyrir tímabilið, sem Hagstofan birti í byrjun nóvember síðastliðins og þeim breytingum og nýjum ákvörðunum sem fólust í afgreiðslu Alþingis í fjárlögum ársins 2025. Rétt sé að vekja athygli á því að um er að ræða frummat á horfum áranna 2026 til 2029 og að ný spá efnahagsforsendur fyrir framreikningnum verði birt snemma á næsta ári. Meirihluta breytinga megi rekja til lægri tekna „Í samanburði við síðustu birtu afkomuhorfur, frá því fjármálaáætlun var samþykkt í júní, eru afkomuhorfur ríkissjóðs fram á við nú lakari. Mismunurinn stafar fyrst og fremst af breyttri afkomu ríkissjóðs árið 2025 og helst sú afkomulækkun, í samanburði við fyrri áætlanir, út tímabilið. Afkoma batnar aftur á móti áfram í svipuðum takti og áður var ráðgert, miðað við forsendur fjármálaáætlunar,“ segir í tilkynningu. Heildarafkoma A1-hluta ríkissjóðs árið 2025 sé nú áætluð neikvæð um 1,2 prósent af vergri landsframleiðslu, VLF. Það sé lakari afkoma en áætlað var við framlagningu frumvarpsins í september. Þá hafi verið gert ráð fyrir halla upp á 0,8 prósent af VLF. Það sé jafnframt lakari afkoma en áætlað hafi verið við framlagningu fjármálaáætlunar 2025 til 2029 í apríl, -0,5 prósent af VLF. Um tvo þriðju hluta af þessari afkomubreytingu megi rekja til lægri tekna, en um einn þriðji stafi af auknum vaxtagjöldum. Lakari tekjuhorfur stafi að mestu leyti af því að spennan í þjóðarbúinu undanfarin misseri virðist nú hafa verið meiri en áður var talið. Því hafi þurft meiri kólnun efnahagsumsvifa en áður var talið til að ná fram þeirri markvissu lækkun verðbólgu sem nú birtist. Hagkerfið sé nú nálægt jafnvægi, sem birtist meðal annars í því að svipað mörg fyrirtæki vilja fjölga og fækka starfsfólki samkvæmt nýjustu könnun Seðlabankans. Lækkun verðbólgu og vaxta virðist þegar hafa stutt við neyslu heimila á ný og vísbendingar séu um að hún sé byrjuð að vaxa hóflega nú á seinni helmingi 2024. Aðhaldsstigið áfram svipað Í tilkynningu segir að þar sem lakari afkomuhorfur 2024 og 2025 leiði ekki beint af ákvörðunum stjórnvalda þá hafi mat á aðhaldsstigi ríkisfjármála lítið breyst. Aðhaldsstigið sé áfram metið í námunda við eitt prósent af landsframleiðslu bæði árin. Það sé áfram nægur bati til að styðja við hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Batinn í undirliggjandi afkomu 2024 og 2025 leiði af ákvörðunum á bæði gjalda- og tekjuhlið. Útgjöld ríkissjóðs (án vaxtagjalda) vaxi minna en áætlað jafnvægisstig landsframleiðslunnar bæði árin. Skattkerfisbreytingar auki tekjur ríkissjóðs um 15 til 20 milljarða króna í ár og annað eins á því næsta. Gagnvart heildarafkomu vegi það þó þyngra, á þessu ári, hvað þenslan í hagkerfinu hefur minnkað hratt, samanborið við 2023. Frumtekjur ríkissjóðs vaxi því heilt á litið minna en útgjöld í ár þrátt fyrir skattkerfisbreytingar. Afkomuhorfur verði uppfærðar með nýrri þjóðhagsspá í fjármálaáætlun 2026 til 2030, sem lögð verði fram næsta vor.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Alþingi Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynsifjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira