Fékk framlengdan samning hjá Malmö eftir þrennuna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. desember 2024 08:03 Daníel Tristan Guðjohnsen gerði sér lítið fyrir síðustu helgi og setti þrennu. malmö Eftir að hafa skorað þrennu í bikarleik í vikunni hefur Daníel Tristan Guðjohnsen framlengt samning sinn við sænska félagið Malmö. Samningurinn gildir nú til næstu fjögurra ára, eða til ársloka 2028. Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö. Sænski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Daníel er 18 ára gamall, fæddur 1. mars 2006. Hann gekk til liðs við Malmö árið 2022 úr akademíu Real Madrid, þar áður var hann í akademíu Barcelona. Hann stóð sig vel með unglingaliðinu og gerði samning við aðallið félagsins í apríl 2023. Vegna meiðsla í baki hefur spiltími hans verið af mjög skornum skammti. Undanfarið hefur Daníel hins vegar verið að stíga upp úr meiðslunum og spilað nokkra leiki með unglingaliðinu. Hann fékk svo tækifæri með aðalliðinu síðastliðinn sunnudag og nýtti það vel. Daníel skoraði þrennu í 5-2 sigri gegn Torslanda IK og stuðningsmenn sungu nafn hans í leikslok. Þetta voru fyrstu þrjú mörk hans fyrir aðallið Malmö. ✍️ Malmö FF förlänger kontraktet med Daniel Gudjohnsen.➡️ https://t.co/eXlIW01IjA pic.twitter.com/uMXHL8QT5z— Malmö FF (@Malmo_FF) December 7, 2024 „Það er frábært að vera búinn að framlengja við Malmö og ég finn að félagið hefur mikla trú á mér. Þetta hefur verið erfitt ár en nú er ég mættur aftur og líður vel. Ég lærði mikið af meiðslunum og umhverfinu sem ég hef verið í hjá Malmö sem býr yfir mörgum reynslumiklum leikmönnum.“ „Ég myndi að segja að ég sé teknískur leikmaður, þrátt fyrir hæð mína. Ég er alltaf hungraður í að skora mörk eða að hjálpa liðinu að skora. Leikurinn gegn Torlslanda fannst mér nánast óraunveruleg upplifun. Fyrsta markið var fallegast og það var mikill léttir að koma marki að fyrir Malmö. Öðru markinu trúði ég varla og það þriðja er ólýsanlegt. Ég á erfitt með að koma því í orð hversu glaður ég var. Mörkin gefa mér mikið sjálfstraust og ég hlakka til að halda áfram að vaxa sem leikmaður Malmö,“ sagði Daníel við undirritun samningsins. Ítarlega umfjöllun um feril og framtíðaráform Daníels má finna hér á heimasíðu Malmö.
Sænski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira