Engin endurtalning í Kraganum Árni Sæberg skrifar 6. desember 2024 15:20 Gestur Svavarsson er formaður yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis. Stöð 2 Niðurstaða skoðunar yfirkjörstjórnar Suðvesturkjördæmis á framkvæmd talningar eftir nýafstaðnar alþingiskosningar er sú að ekkert bendir til þess að framkvæmd talningar eða kjörfundar að öðru leyti hafi verið ábótavant. Yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis telur því ekki þörf á endurtalningu eða frekari staðfestingu niðurstaðna kosninganna. Þetta kemur fram í svarbréfi yfirkjörstjórnarinnar til umboðsmanna Framsóknarflokks. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Fóru í saumana á talningunni Í svarbréfinu segir að yfirkjörstjórnin hafi síðustu daga, í kjölfar beiðni um endurtalningu, tekið sér tíma til að fara ofan í saumana á framkvæmd nýafstaðinna alþingiskosninga og sannreynt niðurstöður talningar, meðal annars með því að fara yfir allar færslur í gerðabókum sveitarfélaga kjördæmisins vegna kosninganna. Niðurstaða þeirrar skoðunar hafi sem áður segir verið að engin þörf væri talin á endurtalningu. Fara yfir hlutverkið Þá segir í svarbréfinu að meginhlutverk yfirkjörstjórna kjördæma sé framkvæmd og yfirumsjón talningar í hverju kjördæmi fyrir sig. Í því felist meðal annars ábyrgð á því að lögum og reglum, þar á meðal reglugerð um talningu atkvæða nr. 447/2024, sé fylgt. Markmið þeirrar reglugerðar sé að tryggja að atkvæði í kosningum séu talin með nákvæmum, öruggum og rekjanlegum hætti í samræmi við ákvæði kosningalaga. Í nýafstöðnum kosningum hafi talning atkvæða farið fram í samræmi við þær samræmdu, nákvæmu og skýru reglur sem finna má í reglugerðinni. Í reglugerðinni sé að finna ítarlegar reglur um framkvæmd talningar og þeirra á meðal séu ákvæði um tvíflokkun atkvæða og tvítalningu. Tryggt sé að umboðsmenn allra framboða séu viðstaddir talningu atkvæða og að þeir geti fylgst með því að rétt sé staðið að framkvæmdinni. Þá beri að taka stikkprufur til þess að ganga úr skugga um að talningin sé rétt. Að talningu lokinni sé fjöldi talinna atkvæða stemmdur af við fjölda greiddra atkvæða samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórnum sveitarfélaganna í kjördæminu. Einungis þegar tryggt hefur verið að öllum ákvæðum laga og reglugerða um framkvæmd talningar hafi verið fylgt staðfesti yfirkjörstjórn niðurstöður talninga við Landskjörstjórn. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. 6. desember 2024 12:30 Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. 5. desember 2024 18:54 Fresta úthlutun þingsæta Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsæta sem halda átti á morgun. Ástæðan er meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þarf að úrskurða um. 5. desember 2024 16:21 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Þetta kemur fram í svarbréfi yfirkjörstjórnarinnar til umboðsmanna Framsóknarflokks. Umboðsmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi lagði fram beiðni daginn eftir Alþingiskosningar um að talið yrði upp á nýtt í kjördæminu. Þegar lokatölur úr kjördæminu bárust í hádeginu á sunnudag datt oddviti flokksins, Willum Þór Þórsson, úr jöfnunarþingsæti og formaður flokksins Sigurður Ingi Jóhannsson fór inn í hans stað. Fram kom í fréttum í gær að úthlutun þingsæta í kjördæminu sem fara átti fram í dag hefði verið frestað vegna þess að enn ætti eftir að úrskurða um sautján ágreiningsatkvæði. Engar upplýsingar komu þó fram um hvort af endurtalningu í kjördæminu yrði. Fóru í saumana á talningunni Í svarbréfinu segir að yfirkjörstjórnin hafi síðustu daga, í kjölfar beiðni um endurtalningu, tekið sér tíma til að fara ofan í saumana á framkvæmd nýafstaðinna alþingiskosninga og sannreynt niðurstöður talningar, meðal annars með því að fara yfir allar færslur í gerðabókum sveitarfélaga kjördæmisins vegna kosninganna. Niðurstaða þeirrar skoðunar hafi sem áður segir verið að engin þörf væri talin á endurtalningu. Fara yfir hlutverkið Þá segir í svarbréfinu að meginhlutverk yfirkjörstjórna kjördæma sé framkvæmd og yfirumsjón talningar í hverju kjördæmi fyrir sig. Í því felist meðal annars ábyrgð á því að lögum og reglum, þar á meðal reglugerð um talningu atkvæða nr. 447/2024, sé fylgt. Markmið þeirrar reglugerðar sé að tryggja að atkvæði í kosningum séu talin með nákvæmum, öruggum og rekjanlegum hætti í samræmi við ákvæði kosningalaga. Í nýafstöðnum kosningum hafi talning atkvæða farið fram í samræmi við þær samræmdu, nákvæmu og skýru reglur sem finna má í reglugerðinni. Í reglugerðinni sé að finna ítarlegar reglur um framkvæmd talningar og þeirra á meðal séu ákvæði um tvíflokkun atkvæða og tvítalningu. Tryggt sé að umboðsmenn allra framboða séu viðstaddir talningu atkvæða og að þeir geti fylgst með því að rétt sé staðið að framkvæmdinni. Þá beri að taka stikkprufur til þess að ganga úr skugga um að talningin sé rétt. Að talningu lokinni sé fjöldi talinna atkvæða stemmdur af við fjölda greiddra atkvæða samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórnum sveitarfélaganna í kjördæminu. Einungis þegar tryggt hefur verið að öllum ákvæðum laga og reglugerða um framkvæmd talningar hafi verið fylgt staðfesti yfirkjörstjórn niðurstöður talninga við Landskjörstjórn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. 6. desember 2024 12:30 Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. 5. desember 2024 18:54 Fresta úthlutun þingsæta Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsæta sem halda átti á morgun. Ástæðan er meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þarf að úrskurða um. 5. desember 2024 16:21 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Fleiri fréttir Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Sjá meira
Allir í viðbragðsstöðu í Kaplakrika vegna endurtalningar Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar. 6. desember 2024 12:30
Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. 5. desember 2024 18:54
Fresta úthlutun þingsæta Að beiðni yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi hefur landskjörstjórn ákveðið að fresta fundi til úthlutunar þingsæta sem halda átti á morgun. Ástæðan er meðal annars sautján utankjörfundaratkvæði sem þarf að úrskurða um. 5. desember 2024 16:21
Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34
Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Starfandi forseti Alþingis segir rangt að yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis geti ekki tekið afstöðu til beiðni um endurtalningu í kjördæminu líkt og formaður hennar hefur haldið fram. 4. desember 2024 11:34