Glódís í 41. sæti í heiminum Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 13:48 Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München. Getty/Boris Streubel Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, hefur bætt rós í hnappagat sitt. Eftir að hafa verið tilnefnd til Gullboltans í haust, fyrst Íslendinga, er hún nú í 41. sæti lista The Guardian yfir bestu fótboltakonur í öllum heiminum. Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil. Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Sjá meira
Rétt eins og í kjörinu til Gullboltans er Glódís ein af bestu varnarmönnunum á lista The Guardian, sem birtur er árlega. Í umsögn um hana segir að meðlimir dómnefndar þekki vel uppgang Glódísar sem hafi með síðustu leiktíð haldið áfram að stimpla sig sem einn besta miðvörð Evrópu. Á það er bent að frammistaða hennar hafi skilað henni óvæntri tilnefning til Gullboltans, þar sem hún var önnur aðeins tveggja miðvarða sem tilnefndar voru, auk þess sem vitnað er í viðtal við hana á Vísi frá því þegar hún var tilnefnd. The Guardian birtir árlega lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims en á eftir að segja frá því hverjar eru í efstu tíu sætunum að þessu sinni. Ef horft er til listans frá 10.-41. sætis þá er Glódís efsti miðvörðurinn. Fjórir varnarmenn eru fyrir ofan hana en þær eru allar bakverðir; Lucy Bronze í 24. sæti, Giulia Gwinn í 26. sæti, Ona Batlle í 31. sæti og Fridolina Rolfö í 39. sæti. Gwinn er einmitt liðsfélagi Glódísar hjá Bayern og spilar einnig sem hægri bakvörður þýska landsliðsins. Glódís varð í 22. sæti í kjörinu til Gullboltans og efst miðvarða. Aðeins þær Gwinn og Bronze urðu ofar af varnarmönnum í því kjöri. Alls tóku 99 manns þátt í kjöri The Guardian en þar á meðal eru þjálfarar, fyrrverandi leikmenn og fjölmiðlamenn. Enginn Íslendingur er í þessum hópi en þess má þó geta að Julie Nelson, leikjahæsta landsliðskona Norður-Írlands frá upphafi, er í hópnum en hún lék á sínum tíma með ÍBV í tvö tímabil.
Fótbolti Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Sjá meira