Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 18:54 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og nýkjörinn þingmaður. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira