Fimm atkvæðum yfir útstrikunarmarki Bjarki Sigurðsson skrifar 5. desember 2024 18:54 Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri og nýkjörinn þingmaður. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson segist taka fjölda útstrikana með æðruleysi. Einungis fimm atkvæðum munaði á því hvort hann færðist niður um sæti á lista eða ekki. Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman. Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira
Átta frambjóðendur voru strikaðir út yfir hundrað sinnum í nýliðnum kosningum. Langefstur var Dagur B. Eggertsson með yfir fjórtán hundruð útstrikanir. Næstir voru Þórður Snær, Jakob Frímann, Jón Gnarr og Guðlaugur Þór en þeir buðu allir fram í Reykjavík hver fyrir sinn flokkinn. Halla Hrund úr Framsókn og Karl Gauti í Miðflokki, bæði í Suðurkjördæmi, komu þar á eftir og loks Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar í Reykjavík. Yfirkjörstjórn í Suðvesturkjördæmi hefur hafnað að birtingu útstrikana. Hér eru þau átta sem voru oftast strikuð út í Alþingiskosningunum í ár.Vísir/Hjalti Til að færast niður um sæti þurfa útstrikanir að ná ákveðinni prósentu sem sjá má á þessari töflu. Því fleiri þingsæti sem listinn fær, því lægra þarf hlutfall útstrikana að vera til að hafa áhrif. , Í tilviki Dags var hann annar þingmaður á lista með fjóra kjörna menn og því þurfti tólf og hálft prósent. Þegar búið var að reikna inn útstrikanir mannsins fyrir neðan á lista, samkvæmt flókinni reiknireglu, var Dagur fimm útstrikunum yfir markinu og færist því niður í þriðja sætið. Útskýringarmynd af því hversu mörg prósent kjósenda þurfa að strika frambjóðanda út til að hann færist niður um sæti.Vísir/Hjalti Dagur segist taka fjölda útstrikana af æðruleysi. „Ég lít þannig á að ég þurfi að vinna það vel að ég geri alla kjósendur Samfylkingarinnar stolta af því að hafa kosið flokkinn. Sérstaklega fólk í Reykjavík að hafa stutt mig. Ekki bara þá sem greiddu okkur atkvæði heldur líka þá sem merktu við mig á listanum. Þannig það er bara verkefni núna, að standa sig vel á Alþingi,“ segir Dagur. Að beiðni kjörstjórnar Suðvesturkjördæmis hefur úthlutun á þingsætum verið frestað. Fyrir liggur að Framsóknarmenn hafa óskað eftir endurtalningu í kjördæminu. Fréttastofa hefur ekki náð sambandi við kjörstjórn Suðvesturkjördæmis í dag en verði talið upp á nýtt gæti verið að jöfnunarmannahringekja fari í gang og er þá ekki víst að Dagur færist niður um sæti eftir allt saman.
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir „Jómfrúarræður“ séu barns síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Sjá meira