Halda jólin frítt með inneign í appinu Samkaup 4. desember 2024 09:31 Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum. Samkaup er í fararbroddi íslenskra matvöruverslana þegar kemur að því að bjóða viðskiptavinum vildarkjör gegnum app. Yfir áttatíuþúsund manns eru skráð í Samkaupa-appið og hafa samtals safnað hátt í tveimur milljörðum í inneign frá því appið fór í gang. Hugi Halldórsson, markaðsstjóri hjá Kjörbúðum og Krambúðunum heldur utan um vildarkerfi Samkaupa. Svona virkar appið Samkaupsappið var tekið í notkun árið 2021 og er vildarkerfi sem veitir viðskiptavinum afslátt og inneign fyrir innkaup í verslunum Samkaupa. Appið býður upp á svipaða virkni og önnur vildarkerfi sem þekkjast víða um heim þar sem bæði viðskiptavinir og fyrirtæki njóta góðs af því að vera í góðu viðskiptasambandi. Með því að skanna vörur í verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðunum, Krambúðunum, og Iceland, safnar notandi inneign í appinu. Við kaup fá viðskiptavinir 2% inneign á verðmæti innkaupanna og ef þeir nýta sér sérstök apptilboð, stækkar inneigninn enn frekar. Halda jólin frítt fyrir inneignina „Appið gerir viðskiptavinum kleift að safna inneign sem þeir geta nýtt aftur við innkaup. Það er einnig hægt að nýta afslátt af völdum vörum sem gerir það að verkum að inneign safnast hratt upp,“ útskýrir Hugi. Hann nefnir sem dæmi að ef hamborgarhryggur er á innkaupalista dagsins myndi bætast 20% afsláttur ofan á heildarkaupin. „Viðskiptavinir sem halda tryggð við ákveðna verslun sjá hvernig inneignin hækkar og á endanum getur þessi inneign jafnvel borgað fyrir stóran hluta af matarinnkaupum. Við vitum dæmi þess að fólk sem hefur safnað yfir allt árið, tugum og jafnvel hundruðum þúsunda, hefur borgað öll matarinnkaup jólanna með inneign.“ Kostir vildarkerfisins fyrir Samkaup Með því að bjóða upp á vildarkerfi getur Samkaup kynnt sér þarfir og kauphegðun viðskiptavina og aukið þannig þjónustu sína. „Við getum verið í beinu sambandi við notendur og brátt getum við sérsniðið tilboð okkar eftir þeirra þörfum. Ef við vitum að viðskiptavinur á hund, getum við látið hann vita af sérstöku tilboði á hundamat en sá sem á ekki hund fær ekki tilkynningu um slíkt tilboð.“ Að auki hefur vildarkerfið jákvæð áhrif á verslunarhegðun viðskiptavina. „Við viljum að fólk versli við okkur sem oftast,“ segir Hugi. „Með því að bjóða upp á inneign og tilboð í hverju innkaupum vonumst við til að auka tryggð viðskiptavina.“ Horfðu til Danmerkur við þróun appsins Vildarkerfi eru þekkt víða erlendis og mikið notuð. Hugi segir fyrirmynd Samkaupa-appsins að finna í vildarkerfi dönsku keðjunnar Coop. Samstarfið sé á báða bóga. „Við höfum tekið mikinn lærdóm úr reynslubanka Coop en Coop hefur einnig fengið að grafa í okkar reynslubanka til dæmis þegar kemur að því hvernig við höfum nýtt starfsfólk okkar sem áhrifavalda eða „apphrifavalda“ til að kynna vörur,“ útskýrir hann. Landsbyggðin duglegri í appinu Hugi segir appið vinsælt en yfir 80.000 notendur eru skráðir í appið. Þá sé fólk á landsbyggðinni afar duglegt að nýta appið við innkaup. „Appið er notað um 170.000 sinnum í mánuði og er rúmlega 20% af veltu Samkaupa í heildina. Það er sérstaklega vel nýtt í minni samfélögum úti á landi. Þar er auðveldara að ná til fólks og kynna tilboð og við höfum séð meiri notkun í Nettó á Egilsstöðum heldur en í Nettó í Mjódd,“ útskýrir Hugi og segir því mikil tækifæri til að kynna appið betur á höfuðborgarsvæðinu. Hafa safnað nærri tveimur milljörðum Frá því appið var tekið í notkun árið 2021, hafa notendur safnað upp nær tveimur milljörðum króna í inneign. Meðalaldur notenda appsins er um 38 ár en Hugi bendir á að eldri notendur nýti einnig appið, það sé auðvelt í notkun og einfalt að safna inneign. „Eldri viðskiptavinir eru gjarnan meðvitaðir um hvernig þeir geta nýtt sér afslætti og sparað peninga,“ útskýrir hann. Þá taki notendafjöldinn kipp þegar sérstakir viðburðir eru í gangi. „Nú erum við td. með jólaappdagatalið okkar í gangi og þá sjáum við alltaf gríðarlegan kipp í nýskráningum. Í jólaappdagatalinu er ein tiltekin vara á miklum appslætti, önnur daginn eftir og svo koll af kolli. Við sjáum einnig mikla aukningu þegar Heilsudagarnir okkar eru í Nettó og Kjörbúðinni í janúar og í september.“ Leikir í appinu skila notendum skemmtilegum vinningum Samkaupsappið nýtir leikjamenningu til að auka skemmtanagildi og tengja viðskiptavini við vörur. Með því að bjóða upp á leikjaþætti eins og lukkuhjóla eða skafkort, geta notendur unnið viðbótarvörur eða afslátt. „Jólaleikur Pepsi Max er í fullum gangi og spiluðu rúmlega 5000 manns leikinn á fyrsta sólarhringnum sem er langt umfram væntingar. Greinilegt að leikjavæðing appsins fellur vel í kramið hjá notendum okkar.,“ segir Hugi. Verslun Jól Tækni Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Svona virkar appið Samkaupsappið var tekið í notkun árið 2021 og er vildarkerfi sem veitir viðskiptavinum afslátt og inneign fyrir innkaup í verslunum Samkaupa. Appið býður upp á svipaða virkni og önnur vildarkerfi sem þekkjast víða um heim þar sem bæði viðskiptavinir og fyrirtæki njóta góðs af því að vera í góðu viðskiptasambandi. Með því að skanna vörur í verslunum Samkaupa; Nettó, Kjörbúðunum, Krambúðunum, og Iceland, safnar notandi inneign í appinu. Við kaup fá viðskiptavinir 2% inneign á verðmæti innkaupanna og ef þeir nýta sér sérstök apptilboð, stækkar inneigninn enn frekar. Halda jólin frítt fyrir inneignina „Appið gerir viðskiptavinum kleift að safna inneign sem þeir geta nýtt aftur við innkaup. Það er einnig hægt að nýta afslátt af völdum vörum sem gerir það að verkum að inneign safnast hratt upp,“ útskýrir Hugi. Hann nefnir sem dæmi að ef hamborgarhryggur er á innkaupalista dagsins myndi bætast 20% afsláttur ofan á heildarkaupin. „Viðskiptavinir sem halda tryggð við ákveðna verslun sjá hvernig inneignin hækkar og á endanum getur þessi inneign jafnvel borgað fyrir stóran hluta af matarinnkaupum. Við vitum dæmi þess að fólk sem hefur safnað yfir allt árið, tugum og jafnvel hundruðum þúsunda, hefur borgað öll matarinnkaup jólanna með inneign.“ Kostir vildarkerfisins fyrir Samkaup Með því að bjóða upp á vildarkerfi getur Samkaup kynnt sér þarfir og kauphegðun viðskiptavina og aukið þannig þjónustu sína. „Við getum verið í beinu sambandi við notendur og brátt getum við sérsniðið tilboð okkar eftir þeirra þörfum. Ef við vitum að viðskiptavinur á hund, getum við látið hann vita af sérstöku tilboði á hundamat en sá sem á ekki hund fær ekki tilkynningu um slíkt tilboð.“ Að auki hefur vildarkerfið jákvæð áhrif á verslunarhegðun viðskiptavina. „Við viljum að fólk versli við okkur sem oftast,“ segir Hugi. „Með því að bjóða upp á inneign og tilboð í hverju innkaupum vonumst við til að auka tryggð viðskiptavina.“ Horfðu til Danmerkur við þróun appsins Vildarkerfi eru þekkt víða erlendis og mikið notuð. Hugi segir fyrirmynd Samkaupa-appsins að finna í vildarkerfi dönsku keðjunnar Coop. Samstarfið sé á báða bóga. „Við höfum tekið mikinn lærdóm úr reynslubanka Coop en Coop hefur einnig fengið að grafa í okkar reynslubanka til dæmis þegar kemur að því hvernig við höfum nýtt starfsfólk okkar sem áhrifavalda eða „apphrifavalda“ til að kynna vörur,“ útskýrir hann. Landsbyggðin duglegri í appinu Hugi segir appið vinsælt en yfir 80.000 notendur eru skráðir í appið. Þá sé fólk á landsbyggðinni afar duglegt að nýta appið við innkaup. „Appið er notað um 170.000 sinnum í mánuði og er rúmlega 20% af veltu Samkaupa í heildina. Það er sérstaklega vel nýtt í minni samfélögum úti á landi. Þar er auðveldara að ná til fólks og kynna tilboð og við höfum séð meiri notkun í Nettó á Egilsstöðum heldur en í Nettó í Mjódd,“ útskýrir Hugi og segir því mikil tækifæri til að kynna appið betur á höfuðborgarsvæðinu. Hafa safnað nærri tveimur milljörðum Frá því appið var tekið í notkun árið 2021, hafa notendur safnað upp nær tveimur milljörðum króna í inneign. Meðalaldur notenda appsins er um 38 ár en Hugi bendir á að eldri notendur nýti einnig appið, það sé auðvelt í notkun og einfalt að safna inneign. „Eldri viðskiptavinir eru gjarnan meðvitaðir um hvernig þeir geta nýtt sér afslætti og sparað peninga,“ útskýrir hann. Þá taki notendafjöldinn kipp þegar sérstakir viðburðir eru í gangi. „Nú erum við td. með jólaappdagatalið okkar í gangi og þá sjáum við alltaf gríðarlegan kipp í nýskráningum. Í jólaappdagatalinu er ein tiltekin vara á miklum appslætti, önnur daginn eftir og svo koll af kolli. Við sjáum einnig mikla aukningu þegar Heilsudagarnir okkar eru í Nettó og Kjörbúðinni í janúar og í september.“ Leikir í appinu skila notendum skemmtilegum vinningum Samkaupsappið nýtir leikjamenningu til að auka skemmtanagildi og tengja viðskiptavini við vörur. Með því að bjóða upp á leikjaþætti eins og lukkuhjóla eða skafkort, geta notendur unnið viðbótarvörur eða afslátt. „Jólaleikur Pepsi Max er í fullum gangi og spiluðu rúmlega 5000 manns leikinn á fyrsta sólarhringnum sem er langt umfram væntingar. Greinilegt að leikjavæðing appsins fellur vel í kramið hjá notendum okkar.,“ segir Hugi.
Verslun Jól Tækni Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira