Skýrsla Vals: Söguleg snilld Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 23:17 Stelpurnar okkar voru frábærar í kvöld. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Leik lokið: Haukar - ÍR 23-22 | Unnu ÍR og komust upp fyrir þær Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Sjá meira
Einbeitingin var rosaleg í upphafi leiks. Ísland var að mæta ekkert eðlilega stóru og sterku liði. Það var eins og körfuboltalandslið Úkraínu væri mætt. Elín Jóna átti mikið í góðri byrjun þar sem hún varði fyrstu fimm skotin sem hún fékk á sig. Þær úkraínsku voru orðnar svo hræddar að þær bombuðu hátt yfir úr fyrsta vítakastinu. Stelpurnar leystu vel að spila sex gegn sjö sóknarmönnum, þar sem Úkraína spilaði með tvo turna á línunni. Staðan úr 4-3 í 8-3 fyrir Ísland og liðinu gekk vel að keyra upp hraðann. Staðan 16-9 í hálfleik, sjö mörk úr hraðaupphlaupum, Elín Jóna með 60 prósent, já – 60 prósent markvörslu. Ísland líka með átta löglegar stöðvanir í fyrri hálfleik, meira en allan leikinn við Holland. Úkraína neyddist í níu tapaða bolta. Vörn, sókn, markvarsla – allt var að smella. Stelpurnar gerðu þetta full spennandi eftir hléið. Það dró aðeins úr hraðaupphlaupsmörkum Íslands og úkraínska liðið vann sig inn í leikinn. Alltaf þegar þær virtust ætla að skapa alvöru spennu kom hins vegar mark eða góð markvarsla og Hafdís Renötudóttir átti nokkrar góðar í seinni hálfleik. Vörnin á mikið hrós skilið fyrir að hafa tekist sex, eða jafnvel fimm, á við sjö úkraínska turna í gott sem 50 mínútur. Berglind frábær fyrir framan í 5-1 vörninni og naut sín vel, Thea með mörg stopp og heilt yfir frábær liðsframmistaða á alla kanta. Perlu Ruth leið ekkert frábærlega á bekknum undir lok leiks og kom smá stress. Maður fann það einnig en karakterinn og liðsheildin skilaði þessu yfir línuna. Díana Dögg á sérstaklega hrós skilið fyrir frábæra innkomu. Hún kom inn af fítonskrafti þegar aðrar voru ragari í sókninni. Þetta er sögulegt. Þetta er stórt. Eftir sjö leiki og sjö töp á Evrópumóti er fyrsti sigurinn á EM staðreynd. Stuðningurinn geggjaður úr stúkunni og yndisleg stund eftir leik þegar stelpurnar fögnuðu með sínu fólki, sem þær gleyma eflaust seint. Haldið verður upp á sigurinn í kvöld en á morgun fara okkar konur að einblína á Þjóðverja. Gríðarsterkt lið sem sýndi sig gegn bæði Úkraínu og Hollandi fyrr í kvöld. En það er með mikla pressu á herðunum. Með þessar stelpur okkar í framlínunni er allt hægt og ég efast ekki um að stefnan sé sett á milliriðil í Vínarborg.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Leik lokið: Haukar - ÍR 23-22 | Unnu ÍR og komust upp fyrir þær Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti