„Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2024 19:45 Björn Leví og Willum Þór verða ekki þingmenn á nýju kjörtímabili. Vísir Willum Þór Þórsson, fráfarandi heilbrigðisráðherra, segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu, alveg þar til síðustu tölur bárust eftir hádegi í dag. Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður sem einnig kveður þingið segir niðurstöðuna vonbrigði og létti í senn. Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“ Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Björn Leví var nokkuð brattur þegar fréttastofa náði af honum tali í dag. Það var á brattann að sækja hjá Pírötum alveg frá því fyrstu tölur tóku að berast í gærkvöldi, og niðurstaðan sú að flokkurinn þurrkast út af þingi. Það hljóta að vera vonbrigði? „Já, já. Þetta er ákveðinn léttir samt bara líka þegar allt kemur til alls. Þetta er dálítið flókið starf, maður getur orðað það þannig. Þetta er flókið fyrir fjölskyldur og vini og svo framvegis þannig það er bara nýtt upphaf,“ segir Björn Leví. Hvað tekur við hjá þér núna? „Það hef ég ekki hugmynd um. Bara eitthvað skemmtilegt,“ svarar Björn Leví. Hann segir erfitt að segja til um hvað þessi niðurstaða þýði fyrir framtíð Pírata. „Það veit ég ekki. Það kemur maður í manns stað og svo sjáum við til hvernig lífið þróast.“ Hann segir að fróðlegt verði að fylgjast með landsmálapólitíkinni utan frá. „Ég öfunda ekki flokkana sem eru á þingi núna að klambra þessu saman. Það verður rosalega áhugavert að horfa á það og ég hlakka til að horfa á það utan frá hvernig þau ætla að glíma við þetta,“ segir Björn Leví hlæjandi. „Vel hugsanlegt“ að snúa aftur í boltann En það eru fleiri sem kveðja þingið. Fráfarandi heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að detta út af þingi eftir að útlit var fyrir að hann myndi halda sæti sínu. Það sé vel hugsanlegt að hann snúi sér aftur að knattspyrnu. Allt fram á síðustu stundu var útlit fyrir að Framsóknarráðherrann Willum Þór héldist inni, en það breyttist þegar lokatölur bárust úr Kraganum. „Þetta var svolítið skrítin upplifun. Ég taldi þetta nokkuð í höfn þegar ég fór að sofa en svo kom þessi skringilega niðurstaða einhvern veginn og aðeins óvænt og já, ég viðurkenni það alveg, þetta eru auðvitað vonbrigði og ekkert sérstök upplifun,“ segir Willum. Hann útilokar ekki að snúa aftur til starfa á vettvangi knattspyrnunnar, en fyrst muni hann í öllu falli klára að gegna sínum skyldum sem starfandi heilbrigðisráðherra. „Svo bara sjáum við hvað setur.“
Alþingiskosningar 2024 Píratar Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira