Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. desember 2024 11:10 Sigurður Ingi sagðist hvorki hafa áhyggjur af sér né Framsókn. „Ákallið um breytingar er mikið og boltinn er þá kominn til þeirra sem unnu kosningarnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir stundu. Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ef úrslit fara eins og þau standa núna tapar Framsóknarflokkurinn átta þingsætum af þrettán. Sigurður segir þetta vissulega vonbrigði en Framsóknarmenn hafi fundið fyrir meðbyr sem virðist ekki hafa skilað sér í kjörkassana. Sjálfur hefur hann verið um borð í „þessari frægu hringekju“ og verið bæði inni og úti í nótt. Hann sagðist þó alveg rólegur. „Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af mér og reyndar ekki af Framsóknarflokknum heldur,“ sagði hann. Sigurður Ingi óskaði flokkunum sem verða að kallast sigurvegarar kosninganna til hamingju með úrslitin en sagðist um leið öfunda þá nokkuð; þeir væru að taka við góðu búi. Áskoranir væru uppi en ekkert stórkostlegt sem þyrfti að taka á. „Það er gott að búa á Íslandi,“ sagði bóndinn. Sigurður Ingi var spurður að því hvort hann væri gramur út í Bjarna Benediktsson og Sjálfstæðisflokkinn fyrir að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu nú í haust og boða til kosninga. Hann sagðist fremur hefðu viljað klára þau verkefni sem lágu fyrir og leggja þau verk síðan í dóm kjósenda. Aðrir hefðu séð sér hag í því að gera þetta strax. Hann ítrekaði að niðurstöðurnar væru þær að þjóðin væri að kalla eftir breytingum. „Ég held að það sé eðlilegt að það sem þjóðin er að kalla eftir, að hún fái það,“ sagði hann um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður.
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira