Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2024 10:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson hafa báðir verið orðaðir við landsliðsþjálfarastarfið en Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fá erlendan þjálfara. Getty/Harry Murphy/Isosport & Vísir/Hulda Margét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari og yfirmaður fótboltamála hjá KR, sagði sína á skoðun á landsliðsþjálfaraleit KSÍ þegar hann var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í gær. Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira
Óskar Hrafn vill helst sjá erlendan þjálfara taka við starfinu af Norðmanninum Åge Hareide. Íslensku þjálfararnir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson hafa báðir verið orðaðir við starfið en Knattspyrnusamband Íslands vinnur nú að því að finna eftirmann Åge. „Ég held ég hafi sagt það 2007 þegar við vorum í eyðimerkurgöngunni. Ég held ég hafi skrifað einn eða tvo leiðara um að við þyrftum erlendan þjálfara. Þeir sem hafa verið nefndir til sögunnar, Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson, eru tveir mjög góðir þjálfarar og góðir kostir. Ég er á þeirri skoðun að í fullkomnum heimi myndum við finna reynslumikinn erlendan þjálfara,“ sagði Óskar Hrafn. „Það hefði sennilega verið frábært að fá Åge tíu árum fyrr. Á einhverjum tímapunkti þverrir orkan og verður minni og minni, hungrið að einhverju leyti og allt þetta,“ sagði Óskar og hélt áfram: Þessir tveir mjög góðir kostir „Ef við getum fengið erlendan þjálfara á góðum aldri og með mikla reynslu. Ég held að það væri best en að því sögðu væru þessir tveir þjálfarar sem ég nefndi áðan mjög góðir kostir. Ef Þorvaldur, sem það gaf það sterklega til kynna að við myndum ráða Íslending, þá væru þeir örugglega fínir,“ sagði Óskar. Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon gengu á Óskar og vildu fá að vita hvaða erlendu þjálfara hann vilji sjá í starfinu. Hann horfir til þjálfara sem voru að hætta með landslið Svía og Dana eða þá Janne Andersson og Daninn Kasper Hjulmand nefndir. Janne stýrði sænska landsliðinu frá 2016 til 2023 á meðan Hjulmand hætti með danska landsliðið í sumar eftir að hafa stýrt liðinu í fjögur ár. Óraunhæft að fá Hjulmand „Ætli hann (Janne Andersson) væri ekki líklegastur. Menn hafa nefnt Kasper Hjulmand en ég tel það óraunhæft. Ég held að hann líti svo á að hann geti fengið eitthvað gott starf þó hann hafi ekki gert meiriháttar góða hluti með Mainz á sínum tíma, en myndi halda að einhver týpa eins og Janne Andersson væri feikilega öflugur,“ sagði Óskar. Skilja landsliðið frá gullkynslóðinni „Hvaða niðurstöðu sem menn komast að, hvort sem það sé Freyr, Arnar eða einhver útlendingur þá þarf hann að finna út úr því hvernig hann ætlar að koma mörgum hæfileikaríkum sóknarmönnum inn í liðið á sama tíma án þess að fórna jafnvæginu í liðinu,“ sagði Óskar. „Finna lausn og finna stöðugleika í varnarleikinn og á einhverjum tímapunkti að þora að breyta og skilja landsliðið frá gullkynslóðinni. Á einhverjum tímapunkti þurfa menn að þora því,“ sagði Óskar. Það má hlusta á allt viðtalið hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Sjá meira