Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 02:39 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar ætlar að vaka lengur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað. „Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira