Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 02:39 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar ætlar að vaka lengur. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar segist engar áhyggjur hafa af sinni eigin framtíð né heldur af framtíð flokksins. Hann segir það ekki hafa verið mistök að hafa gefið eftir sæti sitt sem oddvita. Útlit er fyrir að hann muni ekki ná sæti á þingi ef miðað er við talningar í kosningunum þegar þetta er skrifað. „Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Sjá meira
„Ég hafði svo sem væntingar itl þess að þetta myndi ganga heldur betur en það eru vissulega hreyfingar ennþá og nóttin er ung. Ég vona enn að við fáum eitthvað skárri tölur sem væru ásættanlegri, þetta eru auðvitað vonbrigði, það eru engin spurning,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við Kristínu Ólafsdóttur fréttakonu í kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Líkt og fram hefur komið gaf Sigurður Ingi oddvitasæti sitt eftir í Suðurkjördæmi til Höllu Hrundar. Hann segist ekki telja að það hafi verið mistök. „Mér finnst miklu gáfulegra að spila sókn. Sýnist þetta gilda yfir öll kjördæmin, ég hafði væntingar um að þetta yrði betra en tölurnar hafa lagast þegar það koma nýjar tölur, kannski heldur það áfram í nótt og þetta endar ásættanlega.“ Sigurður segist ætla að taka samtalið um stöðu sína sem formaður í flokknum þegar talið hafi verið upp úr öllum kössum. Hann segist ekki vera að velta stöðu sinni fyrir sér. Flokkurinn hafi unnið góðan sigur í síðustu tvennum kosningum, hann hafi náð ákveðinni kjölfestu. Hann segir augljóst að um áfellisdóm yfir ríkisstjórninni sé að ræða. „Það er augljóst. Fólkið í landinu kallar eftir breytingum. Fólkið í stjórnarandstöðunni segir að allt sé í skralli og ætlar að laga allt. Ég segi bara gjöriði svo vel,“ segir Sigurður Ingi. Hann segist ekki vera farinn að huga að því hvað hann ætli að gera ef hann kemst ekki inn á þing. „Ég hef aldrei haft áhyggjur af minni framtíð og hef heldur ekki áhyggjur af framtíð Framsóknarflokksins. Ef niðurstaðan verður óásættanleg þá munum við skoða það.“ Ekkert farinn að huga að þinni framtíð? „Hún er bara spennandi, ég er ungur maður.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Suðurkjördæmi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Sjá meira