Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. desember 2024 00:59 Þorsteinn Pálsson, Páll Magnússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir spáðu í spilin. Spekingarnir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Páll Magnússon og Þorsteinn Pálsson eru sammála um að fyrstu tölur kvöldsins bendi til þess að um sögulegar kosningar sé að ræða. Þorsteinn gengur svo langt að segja að vísbending sé um að kosningarnar séu „jarðskjálftakosningar.“ Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Þetta kom fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 þar sem Elísabet Inga Sigurðardóttir fékk þau til sín í sett til að spá í spilin. Tölur hafa ekki birst í öllum kjördæmum þegar þetta er skrifað en Samfylkingin er sem stendur stærsti flokkur landsins. Verði það raunin segja þremenningarnir það í fyrsta sinn í 95 ár sem Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stærsti flokkur landsins og um umtalsverðar breytingar á flokkakerfinu að ræða að sögn Þorsteins. „Ef í heildina þessar tölur verða undir lokin eins og það sem núna er komið þá er þetta vísbending um það sem kalla mætti jarðskjálftakosningar. Þetta eru gífurlegar breytingar eins og Páll benti á þá væri þetta í fyrsta skiptið ef þetta fer svona sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærsti flokkurinn, svo eru Vinstri græn að detta út af þingi, það er greinilegt að flokkakerfið sem hefur verið að breytast, það er verið að stíga mjög stórt skref í þeirri breytingu allri fram á við.“ Páll segist ekki muna eftir því að stjórnarflokkum hafi verið refsað eins grimmilega og í þessum kosningum. Staða Sjálfstæðisflokksins og formanns hans sé ekki góð ef þetta yrði niðurstaðan. Ingibjörg Sólrún segist fyrst og fremst ánægð að sjá Samfylkinguna í svo góðum gír. „Því mér fannst Samfylkingin í óásættanlegri lægð í tíu, fimmtán ár. Samfylkingin er hluti af þessum sósíaldemókratíska hugmyndastraumi, sem á að vera meginstraumur en ekki jaðarstraumur og mér finnst það vera að gerast aftur núna. Draumurinn að verða að raunveruleika,“ segir Ingibjörg Sólrún sem kom að stofnun flokksins 1999 og var formaður hans 2003 til 2007.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira