Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 17:04 Justin Kluivert var öruggur á vítapunktinum í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images Af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú fjórum lokið. Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford og Justin Kluivert skoraði þrívegis af vítapunktinum fyrir Bournemouth. Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira