Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sindri Sverrisson skrifar 30. nóvember 2024 08:01 Sænskir stuðningsmenn gætu margir hverjir viljað gæða sér á bjór á HM í fótbolta, komist Svíþjóð þangað. Getty/Stewart Kendall Sænska knattspyrnusambandið ætlar ekki að setja sig á móti því að HM 2034 fari fram í Sádi-Arabíu, þegar kosið verður þann 11. desember, þrátt fyrir gagnrýni á landið vegna mannréttindabrota. Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt. HM 2034 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Á komandi þingi FIFA verður kosið um gestgjafa HM 2030 og 2034 en ljóst er að kosningin verður ekki ýkja spennandi því aðeins ein umsókn er fyrir hvort mót. Portúgal, Spánn og Marokkó sækjast eftir því að halda mótið 2030 saman en Sádar vilja halda mótið 2034. Í gær greindi sænska knattspyrnusambandið frá því að það myndi segja já við umsókn beggja þessara gestgjafa, í stað þess að sitja hjá eða mótmæla því að mótið færi fram í landi sem til að mynda gerir samkynhneigð ólöglega. Fredrik Reinfeldt, formaður sænska sambandsins, segir að það verði þó gert að skilyrði að FIFA fylgi eftir eigin reglum og geri skýrar kröfur til gestgjafanna. Reglur FIFA séu strangar: „Ekki bara varðandi stærðir leikvanga og fjármál heldur varðandi mannréttindi og aðgengi. Þetta teljum við gott mál og það er hlutverk FIFA að ganga eftir þessu,“ segir Reinfeldt. Samkynhneigðir verði að vera öruggir á mótinu Reinfeldt og félagar hjá sænska sambandinu hafa hitt sádiarabísku mótshaldarana og þó að eitt mál sé ekki alveg nógu skýrt að hans mati, það er að segja sala á áfengi á mótinu, er Reinfeldt ánægður með önnur svör Sádanna. „Ég sagði við þá að við værum meðvituð um samfélagslega muninn á milli þessara tveggja landa og við tókum líka fram að það væri óheppilegt að það væri bara ein umsókn um að halda mótið. Síðan lagði ég fram nokkrar grundvallarspurningar. Það verður að bera virðingu fyrir mannréttindum og menn þurfa að vera opnir fyrir öllu á mótinu. Samkynhneigðir verða að geta komið á mótið og fundist þeir öruggir. Og fjölmiðlar verða að fá að vera á svæðinu og fjalla um mótið. Sádiarabíska nefndin fullvissaði okkur um að þessir hlutir yrðu í lagi,“ sagði Reinfeldt. Báðu um að hugsa bjórmálið betur Eins og fyrr segir var hann þó ekki sáttur við svörin um sölu áfengis á mótinu, en sala áfengis hefur lengi verið ólögleg í Sádi-Arabíu. „Við fengum öll réttu svörin nema að einu leyti. Ég spurði út í stuðningsmannasvæðin og sölu áfengis. Þeir voru ekki tilbúnir að segja já við því núna. Við sögðum bara að við vildum að þeir myndu íhuga það betur. Í öðrum Múslimaríkjum eru svæði þar sem hægt er að kaupa áfengi. Ég veit að þetta mál mun koma upp þegar það koma þarna stórir hópar stuðningsmanna,“ sagði Reinfeldt.
HM 2034 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira