Settu bílslys á svið Jón Þór Stefánsson skrifar 27. nóvember 2024 10:36 Áreksturinn sem málið varðar varð á gatnamótum Gjáhellu og Breiðhellu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að sviðsetja bílslys í Hafnarfirði árið 2021. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til fjársvika. Honum var gefið að sök að hafa í félagi við annan mann sett umferðarslys á svið á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu þann 5. apríl 2021. Það hafi verið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar ökutækisins hjá Vátryggingafélagi Íslands vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Með þessu voru þeir sagðir hafa með blekkingum ætlað að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Í fyrstu var málið tekið fyrir sem eitt, með ákæru á hendur báðum mönnunum. En annar þeirra, sá sem nú er sakfelldur, mætti ekki fyrir dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómstólsins til að fá hann til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Málið var því slitið í sundur. Sá sem mætti játaði sök og dæmdi héraðsdómur í máli hans. Hinn maðurinn er samkvæmt lögbirtingablaðinu með lögheimili í Ítalíu. Þar sem hann var ekki viðstaddur var ákveðið að dæma í málinu að honum fjarverandi. Brot hans þóttu sönnuð með játningu hins mannsins. Líkt og áður segir hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm. Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til fjársvika. Honum var gefið að sök að hafa í félagi við annan mann sett umferðarslys á svið á gatnamótum Breiðhellu og Gjáhellu þann 5. apríl 2021. Það hafi verið til þess að svíkja út vátryggingabætur á grundvelli kaskótryggingar og lögboðinnar ökutækjatryggingar ökutækisins hjá Vátryggingafélagi Íslands vegna skemmda á tveimur bílum. Í ákæru segir að annar maðurinn hafi ekið bíl norður Gjáhellu og stöðvað akstur við gatnamótin við Breiðhellu í um það bil fjörutíu sekúndur, þar til hann ók bifreiðinni hægt í veg fyrir bíl sem hinn maðurinn ók norðvestur Breiðhellu. Bílarnir rákust á hvorn annan á gatnamótunum. Mennirnir tveir undirrituðu tjónstilkynningu sama dag og sendi annar þeirra tryggingafélagi tilkynningu í tölvupósti samdægurs. Með þessu voru þeir sagðir hafa með blekkingum ætlað að fá tryggingafélagið til að bæta tjónið sem var samtals 1,2 milljónir króna. Í fyrstu var málið tekið fyrir sem eitt, með ákæru á hendur báðum mönnunum. En annar þeirra, sá sem nú er sakfelldur, mætti ekki fyrir dóm þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir dómstólsins til að fá hann til að hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Málið var því slitið í sundur. Sá sem mætti játaði sök og dæmdi héraðsdómur í máli hans. Hinn maðurinn er samkvæmt lögbirtingablaðinu með lögheimili í Ítalíu. Þar sem hann var ekki viðstaddur var ákveðið að dæma í málinu að honum fjarverandi. Brot hans þóttu sönnuð með játningu hins mannsins. Líkt og áður segir hlaut hann tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm.
Dómsmál Umferðaröryggi Tryggingar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Sjá meira