Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Lovísa Arnardóttir skrifar 26. nóvember 2024 15:54 Lítil virkni var í eldgosinu seinnipartinn í dag þegar Vísir var þar á ferðinni. Vísir/Vilhelm Virkni á gosstöðvunum hefur verið frekar stöðug síðan í gær samkvæmt nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að gosórói hafi haldist jafn síðan í gær, í takti við stöðuga gosvirkni í gígnum í nótt. Virknin er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn sem er beint austur af Stóra-Skógfelli. Megnið af hrauninu frá honum rennur til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að enn séu hreyfingar undir storknuðu yfirborði í hraunbreiðunni sem fór til vesturs í átt að Svartsengi þrátt fyrir að engar sjáanlegar hreyfingar hafi sést á þeim hluta hraunbreiðunnar í nótt. Þá segir að samhliða minni gosvirkni hafi dregið úr sigi umhverfis Svartsengi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að síðustu mælipunktar á GNSS-mælum sýni breytingar í þá átt. „Þar sem breytingar milli daga eru það litlar er ekki hægt að draga ályktanir af einstaka punktum, heldur þarf að skoða breytingar yfir nokkurra daga tímabil. Í síðustu tveim gosum dró hægt úr sigi í rúma viku áður en landris varð mælanlegt að nýju. Það er því frekar líklegt að það þurfi allt að viku af viðbótarmælingum áður en hægt verður að meta hvort áframhald verði á landrisi og þar með kvikusöfnun undir Svartsengi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun. 26. nóvember 2024 06:10 Gasmengun helsta hættan í Grindavík Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. 25. nóvember 2024 19:50 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. 25. nóvember 2024 11:10 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Virknin er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn sem er beint austur af Stóra-Skógfelli. Megnið af hrauninu frá honum rennur til austurs í átt að Fagradalsfjalli. Í tilkynningu segir að ekki sé hægt að útiloka að enn séu hreyfingar undir storknuðu yfirborði í hraunbreiðunni sem fór til vesturs í átt að Svartsengi þrátt fyrir að engar sjáanlegar hreyfingar hafi sést á þeim hluta hraunbreiðunnar í nótt. Þá segir að samhliða minni gosvirkni hafi dregið úr sigi umhverfis Svartsengi. Ekki sé þó hægt að fullyrða að landris sé hafið að nýju þrátt fyrir að síðustu mælipunktar á GNSS-mælum sýni breytingar í þá átt. „Þar sem breytingar milli daga eru það litlar er ekki hægt að draga ályktanir af einstaka punktum, heldur þarf að skoða breytingar yfir nokkurra daga tímabil. Í síðustu tveim gosum dró hægt úr sigi í rúma viku áður en landris varð mælanlegt að nýju. Það er því frekar líklegt að það þurfi allt að viku af viðbótarmælingum áður en hægt verður að meta hvort áframhald verði á landrisi og þar með kvikusöfnun undir Svartsengi,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun. 26. nóvember 2024 06:10 Gasmengun helsta hættan í Grindavík Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. 25. nóvember 2024 19:50 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03 Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. 25. nóvember 2024 11:10 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Virkni á gosstöðvunum var mjög stöðug í nótt en er nú eingöngu bundin við nyrsta gíginn eftir að slökknaði í syðsta gígnum í gær. Þetta segir í tilkynningu náttúruvárvaktar Veðurstofu Íslands sem barst í morgun. 26. nóvember 2024 06:10
Gasmengun helsta hættan í Grindavík Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli. Aðgengi að Grindavík var aukið á ný í dag. 25. nóvember 2024 19:50
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. 25. nóvember 2024 13:03
Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. 25. nóvember 2024 11:10