Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. nóvember 2024 14:03 Freyr Alexandersson og Arnar Gunnlaugsson eru taldir líklegastir til að taka við karlalandsliðinu. Báðir eru sagðir áhugasamir en hvorugur hefur, enn sem komið er, heyrt frá KSÍ. Samsett/Getty Þeir Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru taldir hvað líklegastir til að taka við karlalandsliði Íslands í fótbolta eftir brotthvarf Åge Hareide. Hvorugur hefur heyrt frá Knattspyrnusambandi Íslands. Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram. Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Arnar er þjálfari Víkings og er staddur í Jerevan í Armeníu þar sem Víkingar undirbúa sig fyrir leik við Noah í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn kemur. Arnar segir í samtali við Fótbolti.net að hann hafi ekki heyrt frá KSÍ og sé í raun ekkert að spá í starfið þrátt fyrir orðróma. Öll einbeiting Arnars sé við verkefni fimmtudagsins. Komi símtalið sé það í höndum stjórnarmanna Víkings að ákveða hvort þeir gefi Arnari leyfi til að ræða við KSÍ eða ekki. Samkvæmt heimildum Vísis hefur KSÍ ekki sett sig í samband við Víking. Fastlega má gera ráð fyrir að KSÍ bíði þar til leikur Víkings við Noah á fimmtudag sé afstaðinn áður en sambandið hefur einhverskonar viðræður. Freyr Alexandersson stýrir Kortrijk sem situr í næstneðsta sæti belgísku úrvalsdeildarinnar. Hann tók við á miðju síðustu leiktíð þegar liðið var í slæmri stöðu og gerði afar vel að halda liðinu uppi. 433.is greinir frá því að Freyr hafi áhuga á því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti og hafi komið þeim áhuga á framfæri við þá sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandinu en hafi þó ekki rætt við fulltrúa sambandsins. Freyr var áður þjálfari kvennalandsliðsins frá 2013 til 2018 og var aðstoðarþjálfari Eriks Hamrén sem stýrði karlalandsliðinu frá 2018 til 2020. Freyr sóttist eftir því að taka við af Hamrén 2020 en KSÍ ákvað þá að ráða Arnar Þór Viðarsson til starfa. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði við Vísi í gær að hann hallaðist fremur að því að ráða innlendan þjálfara en erlendan. Arnar og Freyr virðast frambærilegustu kostirnir verði sú leið farin og virðist sem báðir séu áhugasamir. Þorvaldur sagði enn fremur að best væri að ráða nýjan mann sem fyrst en stjórnarfólk KSÍ hyggðist þó standa vel og vandlega að ráðningunni og ferlinu sem henni fylgir. Hann á von á fjölda umsókna víða að og verður fróðlegt að sjá hvernig málinu gengur fram.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31 Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51 Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, vill sjá Íslending taka við A-landsliði karla eftir að Åge Hareide að stíga frá borði. 25. nóvember 2024 23:31
Hareide hættur með landsliðið Åge Hareide er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Samkvæmt tilkynningu frá KSÍ hætti hann að eigin ósk. 25. nóvember 2024 16:51
Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Åge Hareide hætti með íslenska karlalandsliðið í fótbolta í gær og hefur jafnframt gefið það út að þjálfaraferli hans sé nú formlega lokið. 26. nóvember 2024 08:02
Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. 26. nóvember 2024 10:00