Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2024 10:11 Bjarni sat fyrir svörum í Bítinu í morgun. Vísir/Bylgjan „Ertu búinn?“ spurði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í orðaskaki við Heimi Karlsson, einn þáttastjórnanda Bítisins á Bylgjunni, þegar síðarnefndi sagði marga velta því fyrir sér í hvað skattpeningarnir væru að fara. „Það er verið að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut; það fara 20 milljarðar á ári í að byggja þessa mikilvægustu lykilstofnun í heilbrigðiskerfinu. Við höfum verið að bæta í stuðningskerfin okkar. Núna á þessu ári þá samþykktum við nýtt kerfi fyrir örorkulífeyrisgreiðslur. Fyrir nokkrum árum síðan endurskoðuðum við ellilífeyrisgreiðslukerfið. Við höfum verið að gera margvíslegar breytingar á félagslegu stuðningsneti, sem birtist auðvitað í fjárlögunum okkar,“ sagði Bjarni. „Öll samfélög glíma við áskoranir; það á ekki bara við á Íslandi. Það á við á Norðurlöndunum, þar sem er mikil mannekla í heilbrigðiskerfinum, eins og við erum líka ða fást við. Þetta eru bara áskoranir sem við sem samfélag tökumst á við á hverjum tíma og vöxum út úr. Heilt yfir þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Heilbrigðiskerfið sem slíkt er að standa sig bara framúrskarandi vel á mjög marga mælikvarða. En auðvitað eru áskoranir. Og þær birtast okkur víða í samfélaginu; við erum líka mikið að tala um menntamálin í aðdraganda þessara kosninga og við sjáum að það er ekki vegna vanfjármögnunar í menntamálum sem við erum ekki að fá nægilega góðar niðurstöður í alþjóðlegum mælingum, heldur vegna þess að við þurfum aðeins að líta inn á við og skoða hvernig við getum með breyttum aðferðum, öðruvísi samtali milli foreldra og skóla og skóla við stjórnkerfið. Breytt reglum, eins og tekið upp samræmd próf, og dýpkað getu okkar bara til þess að ná meiri árangri.“ Heimir útskýrði spurningu sína til Bjarna þannig að hann væri ekki að segja að það væru ekki nægir peningar í kerfinu, heldur virtist ekki vera farið nóg vel með þá. Bjarni tók undir þetta að því leyti að hann sagði víða hægt að finna dæmi þar sem betur mætti forgangsraða. Það væri það sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir; að fara betur með opinbert fé. Heimir vitnaði til skýrslu Samtaka iðnaðarins frá 2021 þar sem segir að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðum landsins næmi 420 milljörðum króna. „Svo það er ekki nema von ég spyrji,“ sagði hann. „Já, já sko... menn geta reiknað sig niður á alls konar svona stærðir í einhverjum fullkomnum heimi,“ svaraði Bjarni. „En það býr enginn í fullkomnum heimi. Ég veit ekki hvort þið hafið farið til Bandaríkjanna eða ferðast víða um Evrópu en það er alls staðar innviðaskuld. Þetta eru tölur sem eru fundnar út úr því með því að spyrja sig: Ef við byggjum í fullkomnum heimi, hvernig hefði þá allt saman verið?“ Meirihluta þeirrar aukingar sem orðið hefði á ríkisútgjöldum síðustu ár hefði farið í launa- og bótagreiðslur; að fylgja launaþróun í landinu. „Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega í ríkisfjármálaumræðu eru að spyrja bara: Hvað varð um allt þetta fé? Jú, við erum auðvitað að greiða laun, við erum að greiða bætur og við erum að setja í mikilvæga innviði. Við höfum verið að byggja upp landið okkar víða. Ég er hérna fyrir vestan; það hafa orðið miklar framfarir hérna, ef við skoðum Vestfirðina, bara síðustu árin. Hver man ekki eftir löngum umræðum og deilum um Teigskóg? Nú er þetta allt saman að gerast og hægt að nefna dæmi víðar af landinu.“ Bítið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira
„Það er verið að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut; það fara 20 milljarðar á ári í að byggja þessa mikilvægustu lykilstofnun í heilbrigðiskerfinu. Við höfum verið að bæta í stuðningskerfin okkar. Núna á þessu ári þá samþykktum við nýtt kerfi fyrir örorkulífeyrisgreiðslur. Fyrir nokkrum árum síðan endurskoðuðum við ellilífeyrisgreiðslukerfið. Við höfum verið að gera margvíslegar breytingar á félagslegu stuðningsneti, sem birtist auðvitað í fjárlögunum okkar,“ sagði Bjarni. „Öll samfélög glíma við áskoranir; það á ekki bara við á Íslandi. Það á við á Norðurlöndunum, þar sem er mikil mannekla í heilbrigðiskerfinum, eins og við erum líka ða fást við. Þetta eru bara áskoranir sem við sem samfélag tökumst á við á hverjum tíma og vöxum út úr. Heilt yfir þá er aðgengi að heilbrigðisþjónustu á Íslandi mjög gott í alþjóðlegum samanburði. Heilbrigðiskerfið sem slíkt er að standa sig bara framúrskarandi vel á mjög marga mælikvarða. En auðvitað eru áskoranir. Og þær birtast okkur víða í samfélaginu; við erum líka mikið að tala um menntamálin í aðdraganda þessara kosninga og við sjáum að það er ekki vegna vanfjármögnunar í menntamálum sem við erum ekki að fá nægilega góðar niðurstöður í alþjóðlegum mælingum, heldur vegna þess að við þurfum aðeins að líta inn á við og skoða hvernig við getum með breyttum aðferðum, öðruvísi samtali milli foreldra og skóla og skóla við stjórnkerfið. Breytt reglum, eins og tekið upp samræmd próf, og dýpkað getu okkar bara til þess að ná meiri árangri.“ Heimir útskýrði spurningu sína til Bjarna þannig að hann væri ekki að segja að það væru ekki nægir peningar í kerfinu, heldur virtist ekki vera farið nóg vel með þá. Bjarni tók undir þetta að því leyti að hann sagði víða hægt að finna dæmi þar sem betur mætti forgangsraða. Það væri það sem Sjálfstæðisflokkurinn stæði fyrir; að fara betur með opinbert fé. Heimir vitnaði til skýrslu Samtaka iðnaðarins frá 2021 þar sem segir að uppsöfnuð viðhaldsskuld á innviðum landsins næmi 420 milljörðum króna. „Svo það er ekki nema von ég spyrji,“ sagði hann. „Já, já sko... menn geta reiknað sig niður á alls konar svona stærðir í einhverjum fullkomnum heimi,“ svaraði Bjarni. „En það býr enginn í fullkomnum heimi. Ég veit ekki hvort þið hafið farið til Bandaríkjanna eða ferðast víða um Evrópu en það er alls staðar innviðaskuld. Þetta eru tölur sem eru fundnar út úr því með því að spyrja sig: Ef við byggjum í fullkomnum heimi, hvernig hefði þá allt saman verið?“ Meirihluta þeirrar aukingar sem orðið hefði á ríkisútgjöldum síðustu ár hefði farið í launa- og bótagreiðslur; að fylgja launaþróun í landinu. „Ég verð að lýsa mikilli furðu þegar þeir sem ætla að láta taka sig alvarlega í ríkisfjármálaumræðu eru að spyrja bara: Hvað varð um allt þetta fé? Jú, við erum auðvitað að greiða laun, við erum að greiða bætur og við erum að setja í mikilvæga innviði. Við höfum verið að byggja upp landið okkar víða. Ég er hérna fyrir vestan; það hafa orðið miklar framfarir hérna, ef við skoðum Vestfirðina, bara síðustu árin. Hver man ekki eftir löngum umræðum og deilum um Teigskóg? Nú er þetta allt saman að gerast og hægt að nefna dæmi víðar af landinu.“
Bítið Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Sjá meira