Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Jón Þór Stefánsson skrifar 25. nóvember 2024 17:37 Maðurinn hóf störf hjá Hagstofunni árið 2011 en var sagt upp eftir að hann leitaði uppi trúnaðarupplýsingar um samstarfsfólk sitt. Vísir/Sigurjón Íslenska ríkið þarf að greiða fyrrverandi starfsmanni Hagstofunnar 750 þúsund krónur auk vaxta vegna uppsagnar hans frá stofnuninni árið 2015. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa hjá Hagstofunni árið 2011, en var sagt upp vegna meints brots við meðferð trúnaðarupplýsinga. Hann hafi notað svokallaðan staðgreiðslugrunn ríkisskattstjóra sem hann hafði aðgang að vegna starfs síns. Þar hafi hann leitað upp allar launagreiðslur Hagstofunnar. Þar hafi vantað inn ýmsar upplýsingar, en hann hafi sótt gögn af innra neti Hagstofunnar og keyrt saman upplýsingar og komist að því um hvaða starfsmenn væri að ræða. Starfsmaðurinn taldi að tölurnar sem hann aflaði sýndu fram á misræmi í launagreiðslum. Ætlaði að staðfesta orðróm Starfsmaðurinn óskaði eftir fundi með tveimur yfirmönnum sínum og sýndi þeim töflur sem hann útbjó úr gögnunum. Í kjölfarið var manninum gert ljóst að um trúnaðarbrot væri að ræða og að hann mætti búast við áminningu eða brottvikingu úr starfi. Eftir fundinn var honum gert að eyða gögnunum. Maðurinn útskýrði að helsta ástæða þess að hann hefði sótt upplýsingarnar væri til að staðfesta grun og orðróm um að starfsmannastjóri færi ekki rétt með laun starfsmanna. Hagstofustjóri svaraði og sagði að eingöngu mætti nota trúnaðargögn sem starfsmenn hefðu aðgang að til opinberrar hagskýrslugerðar. Þá væri áminning vægt úrræði enda væri um alvarlegt brot að ræða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að maðurinn skyldi fara í launað leyfi í viku á meðan málið yrði skoðað frekar. Á meðan var aðgangi mannsins að tölvukerfi Hagstofunnar lokað og vinnutölvu hans tekin til skoðunar. Rannsókn á málinu fór fram innan stofnunarinnar og þótti hún leiða í ljós að hann hefði aflað upplýsinga um fyrrverandi starfsmenn stofnunarinnar. Þegar málið var talið upplýst var ákveðið að segja manninum upp störfum. Rannsakað sem sakamál Í kjölfarið kærði Hagstofan mál mannsins til Ríkissaksóknara sem sendi það til lögreglunnar og rannsakaði. Eftir rannsókn lögreglu fór málið til héraðssaksóknar sem sá ekki ástæðu til að ákæra manninn. Hagstofan kærði það til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurstöðuna. Maðurinn vildi fá greiddar 1,5 milljónir króna auk vaxta í miskabætur frá ríkinu vegna uppsagnarinnar. Hann sagði að ólöglega hefði verið staðið að uppsögninni og þá vildi hann líka bætur vegna aðgerða lögreglu við rannsóknina. Hefðu átt að leyfa honum að bæta ráð sitt Það var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að maðurinn hefði með háttsemi sinni farið út fyrir heimildir sínar við meðferð trúnaðarupplýsinga og brotið skyldur sem á honum hvíldu. Í málinu liggi ekki annað fyrir en að maðurinn hafi verið að nota upplýsingarnar í öðrum tilgangi en til að miðla þeirra til yfirmanna. Hagstofan hefði átt að veita manninum áminningu og gefa honum færi á að bæta ráð sitt áður en honum var sagt upp störfum. Hins vegar þótti dómnum aðgerðir lögreglu réttlætanlegar. Líkt og áður segir er ríkinu gert að greiða manninum 750 þúsund krónur auk vaxta. Og þar að auki 900 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Persónuvernd Rekstur hins opinbera Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira