Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Boði Logason skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Stýrir leynileg valdaelíta alþjóðstofnunum á borð við ESB og SÞ á bak við tjöldin? Hulda og Eiríkur fjalla um nýju heimsskipanina í nýjasta þættinum af Skuggavaldinu. Vísir/AFP Alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa ítrekað verið skotmark samsæriskenninga sem halda því fram að þær grafi undan fullveldi þjóða og þjónusti leynilega valdaelítu sem stefnir að heimsstjórn. Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals. Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals.
Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira