Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. nóvember 2024 10:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins og frambjóðandi, fékk sér á dögunum húðflúr af íslenskum vöfflum og merki Framsóknarflokksins á handlegginn. Þetta er annað húðflúr þingmannsins. Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þetta kemur fram í skoplegu myndskeiði sem að Jóhann birti á Youtube-síðu sinni í dag sem má berja augum í spilaranum hér að neðan: „Létt grín“ Jóhann Friðrik staðfesti í samtali við Vísi að um alvöru húðflúr væri að ræða og segist hafa gert þetta til að hleypa jákvæðni og gríni í kosningabaráttuna. Í myndskeiðinu er tekið viðtal við Jóhann með kímnu og hnyttnu ívafi. Spyrillinn bendir þá á að Jóhann sé af mörgum þekktur sem „vöfflumaðurinn“ og spyr hvað valdi þessu. „Þetta var létt grín hérna sem fór um veraldarvefinn fyrir mörgum árum síðan. Ég er búinn að vera gera ýmislegt síðan. Auðvitað búinn að vera í bæjarstjórn í Reykjanesbæ og búinn að vera þrjú ár á þingi núna,“ segir Jóhann í myndskeiðinu. Fjölskyldan tók vel í húðflúrið Jóhann segist í myndskeiðinu hafa unnið ýmis góð störf á þingi. Þá er einnig bent á að hann hafi samið slagorð sem skilaði góðum árangri meðal kjósenda í síðustu þingkosningum: „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“. Þá spyr spyrillinn hann ítrekað hvað hann ætli gera til að tryggja sig inn á þing í yfirstandandi kosningabaráttu og endar myndskeiðið á því að sýna nýtt húðflúr þingmannsins. Listamaðurinn sem gerði húðflúrið er vinkona dóttur Jóhanns.Skjáskot „Þetta er skemmtilegt. Við vildum fara aðeins út fyrir boxið. Í aðdraganda kosninga er kannski erfitt að ná í gegn með eitthvað skemmtilegt. Þegar allt kemur til alls þá er mikilvægt að halda í gleðina og njóta þess að vera til þó að verkefnin geti verið ærin,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann segir það mikilvægt fyrir þingmenn að koma sér á framfæri og láta vita hvaða störf þeir hafa verið að vinna á þingi og telur húmorinn vera vænlega leið til þess. Hvernig er það að venjast að vera með þetta nýja húðflúr? „Það er bara fínt, maður passar bara vel upp á það og hugsar vel um það. Fjölskyldunni finnst þetta bara gaman. Dóttir mín er reyndar húðflúr listamaður, en hún gerði reyndar ekki þetta húðflúr. Hún gerði fyrsta húðflúrið sem ég er með sem er skjaldarmerkið.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Húðflúr Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira