Þetta kemur fram í atkvæðaskrá sem er birt á vef Alþingis en þáttaka formanna þingflokkanna var misjöfn í besta falli. Mbl.is greindi fyrst frá.
Alls voru greidd atkvæði um 162 mál á nýliðnu þingi en það kann að útskýra fjarveru ýmissra að að greidd voru atkvæði um langflest málefni frá 12. til 19. nóvember þegar að kosningabarátta fyrir komandi alþingiskosningar var vel á veg komin.
Þegar að þingmenn taka afstöðu gagnvart ákveðnum málum eða greiða ekki atkvæði telst það sem þátttaka en ef þeir eru fjarverandi eða skráðir með fjarvist þá er það ekki metið sem þátttaka.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók þátt í atkvæðagreiðslu um fjórtán mál sem er um 18,5 prósent þátttaka. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók þátt í öllum 162 málunum að tveimur undanskyldum þar sem hann var fjarverandi sem er um 98,8 prósent þátttaka.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var með 72,2 prósent þátttöku sem gerir um 120 mál. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata var með um 78,9% þátttöku. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, var með 79,6% þátttöku. Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, var með 89,5% þátttöku.